Makríll og rækja, einstakt tækifæri til þjóðarsáttar Bolli Héðinsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim?
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar