Teitur getur skráð nafn sitt í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2014 06:00 Teitur er kominn með Stjörnuna í undanúrslit. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslitakeppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálfari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vesturbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“Justin Shouse spilaði frábærlega gegn Keflavík.Vísir/DaníelÞurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að baráttan muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag JustinsShouse í rimmunni gegn Keflavík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlutum sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teitur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna í þriðja leiknum gegn Keflavík.Vísir/DaníelMeð fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að óttast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það gerist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mistök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýtingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ Flestir sigrar í úrslitakeppni: 99 - Teitur Örlygsson (78 sem leikmaður, 21 sem þjálfari) 98 - Guðjón Skúlason (79 sem leikmaður, 19 sem þjálfari) 98 - Sigurður Ingimundarson (33 sem leikmaður, 65 sem þjálfari) 90 - Gunnar Einarsson (90 sem leikmaður)Sigrar Teits Örlygssonar.Graf/Fréttablaðið Dominos-deild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslitakeppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálfari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vesturbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“Justin Shouse spilaði frábærlega gegn Keflavík.Vísir/DaníelÞurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að baráttan muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag JustinsShouse í rimmunni gegn Keflavík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlutum sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teitur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna í þriðja leiknum gegn Keflavík.Vísir/DaníelMeð fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að óttast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það gerist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mistök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýtingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ Flestir sigrar í úrslitakeppni: 99 - Teitur Örlygsson (78 sem leikmaður, 21 sem þjálfari) 98 - Guðjón Skúlason (79 sem leikmaður, 19 sem þjálfari) 98 - Sigurður Ingimundarson (33 sem leikmaður, 65 sem þjálfari) 90 - Gunnar Einarsson (90 sem leikmaður)Sigrar Teits Örlygssonar.Graf/Fréttablaðið
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira