Landshagir vænkast á ný Elín Hirst skrifar 14. apríl 2014 08:57 Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar