Tímamótatíð hjá Teiti í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 06:00 Teitur Örlygsson yfirgefur Garðabæinn. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1) Dominos-deild karla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1)
Dominos-deild karla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira