Borgardagur jarðar Hjálmar Sveinsson skrifar 22. apríl 2014 07:00 Haldið hefur verið upp á Dag Jarðar síðan 1970 þegar vitund almennings um mikilvægi umhverfismála var að vakna. Jarðardeginum, 22. apríl, er ætlað að efla þessa vitund. Milljónir manna í 190 löndum taka þátt í honum. Mikilvægi umhverfisverndar hefur líklega aldrei verið jafnmikið og í dag. Í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að hlýnun jarðar af mannavöldum muni hafa alvarleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim. Jarðardagurinn er í ár helgaður borgunum á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki sem kallast „Grænar borgir“. Markmiðið er að hvetja borgarbúa og borgaryfirvöld til að einbeita sér að því að skipuleggja borgirnar betur, minnka losun gróðurhúsalofttegunda og nota meira af endurnýjanlegri orku. Íslendingar geta ekki staðið álengdar, langt norður í Atlantshafi, og litið á yfirvofandi hörmungar sem tækifæri til að græða á. Í Reykjavík hefur náðst þverpólitísk sátt um nýtt aðalskipulag þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um að umhverfisgæði í Reykjavík verði til fyrirmyndar á heimsvísu. Í skipulaginu er sett fram áætlun um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2030, meðal annars með því að nota vistvæna orku á bílaflotann í auknum mæli. Gert er ráð fyrir að stytta vegalengdir í borginni með því að þétta hana. Þéttingin er mikilvæg forsenda fyrir vistvænum úrbótum í samgöngumálum. Hlutdeild strætó í ferðum í og úr vinnu mun vaxa úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi fer úr 19% í 30%. Rétt er að taka fram að náist þessi markmið, verðum við Reykvíkingar með svipað hlutfall vistvænna ferðamáta árið 2030 og íbúar í Þrándheimi í dag. Þrándheimur mun vera á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík og íbúar álíka margir. Við Reykvíkingar höfum alla möguleika til að skipuleggja vistvæna, og um leið heilsusamlega, hagkvæma og aðlaðandi borg. Umhverfið er á okkar ábyrgð. Okkar allra. Dagur Jarðar minnir okkur á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Loftslagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Haldið hefur verið upp á Dag Jarðar síðan 1970 þegar vitund almennings um mikilvægi umhverfismála var að vakna. Jarðardeginum, 22. apríl, er ætlað að efla þessa vitund. Milljónir manna í 190 löndum taka þátt í honum. Mikilvægi umhverfisverndar hefur líklega aldrei verið jafnmikið og í dag. Í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að hlýnun jarðar af mannavöldum muni hafa alvarleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim. Jarðardagurinn er í ár helgaður borgunum á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki sem kallast „Grænar borgir“. Markmiðið er að hvetja borgarbúa og borgaryfirvöld til að einbeita sér að því að skipuleggja borgirnar betur, minnka losun gróðurhúsalofttegunda og nota meira af endurnýjanlegri orku. Íslendingar geta ekki staðið álengdar, langt norður í Atlantshafi, og litið á yfirvofandi hörmungar sem tækifæri til að græða á. Í Reykjavík hefur náðst þverpólitísk sátt um nýtt aðalskipulag þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um að umhverfisgæði í Reykjavík verði til fyrirmyndar á heimsvísu. Í skipulaginu er sett fram áætlun um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2030, meðal annars með því að nota vistvæna orku á bílaflotann í auknum mæli. Gert er ráð fyrir að stytta vegalengdir í borginni með því að þétta hana. Þéttingin er mikilvæg forsenda fyrir vistvænum úrbótum í samgöngumálum. Hlutdeild strætó í ferðum í og úr vinnu mun vaxa úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi fer úr 19% í 30%. Rétt er að taka fram að náist þessi markmið, verðum við Reykvíkingar með svipað hlutfall vistvænna ferðamáta árið 2030 og íbúar í Þrándheimi í dag. Þrándheimur mun vera á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík og íbúar álíka margir. Við Reykvíkingar höfum alla möguleika til að skipuleggja vistvæna, og um leið heilsusamlega, hagkvæma og aðlaðandi borg. Umhverfið er á okkar ábyrgð. Okkar allra. Dagur Jarðar minnir okkur á það.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun