Skýrir kostir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. apríl 2014 06:30 Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun