Mr. Big er dauður Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:00 Eins og margar ungar konur á mínum aldri horfði ég á alla Sex and the City-þættina. Og fyrstu bíómyndina. Og píndi mig meira að segja í gegnum horbjóðinn sem seinni bíómyndin var. Í þáttunum fylgdist ég með öndina í hálsinum með ástarsambandi Carrie og Mr. Big. Mr. Big var stóra ástin í lífi Carrie en fór illa með hana trekk í trekk. Hún ól samt ávallt þá von í brjósti að þau myndu enda saman. Að hún gæti breytt þessum óáreiðanlega glaumgosa. Því felldi ég ófá tárin þegar Mr. Big áttaði sig loksins á hve góð Carrie væri fyrir sig og játaði ást sína á afar dramatískan og fallegan hátt í borg ástarinnar í lokaþætti Sex and the City. Allt í einu var Mr. Big ekki Mr. Big heldur John James Preston. Þetta færði okkur vinkonunum von. Allar áttum við okkar Mr. Big. Allar gátum við ekki hamið okkur þegar við hittum þessa forboðnu menn og urðum eins og smástelpur í hvert sinn sem við vorum nálægt þeim. Þeir komust upp með allt því að djúpt innra með okkur áttum við þá ósk heitasta að geta breytt þeim. Látið þá verða ástfangna af okkur og engum öðrum. Eins og Mr. Big myndu þeir sjá að sér. Síðan eru liðin mörg ár og margir menn hafa komið og farið úr okkar lífi. Alltaf poppaði Mr. Big reglulega upp í huga okkar. Hann varð meira að segja á vegi okkar og kramdi hjarta okkar með reglulegu millibili. Mismikið en alltaf var það jafn sárt. Loksins varð okkur hins vegar ljóst að Mr. Big er og verður alltaf aumingi. Ónytjungur sem þarf að hafa marga bolta á lofti til að finna til sín. Maður sem er ófær um að elska aðra manneskju og vera henni trúr. Vitleysingur sem axlar enga ábyrgð á gjörðum sínum. Ég ber engan kala til greysins Carrie fyrir að leyfa okkur vinkonunum að láta okkur dreyma. Þetta var ljúfsárt á meðan það entist en núna er Mr. Big dauður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun
Eins og margar ungar konur á mínum aldri horfði ég á alla Sex and the City-þættina. Og fyrstu bíómyndina. Og píndi mig meira að segja í gegnum horbjóðinn sem seinni bíómyndin var. Í þáttunum fylgdist ég með öndina í hálsinum með ástarsambandi Carrie og Mr. Big. Mr. Big var stóra ástin í lífi Carrie en fór illa með hana trekk í trekk. Hún ól samt ávallt þá von í brjósti að þau myndu enda saman. Að hún gæti breytt þessum óáreiðanlega glaumgosa. Því felldi ég ófá tárin þegar Mr. Big áttaði sig loksins á hve góð Carrie væri fyrir sig og játaði ást sína á afar dramatískan og fallegan hátt í borg ástarinnar í lokaþætti Sex and the City. Allt í einu var Mr. Big ekki Mr. Big heldur John James Preston. Þetta færði okkur vinkonunum von. Allar áttum við okkar Mr. Big. Allar gátum við ekki hamið okkur þegar við hittum þessa forboðnu menn og urðum eins og smástelpur í hvert sinn sem við vorum nálægt þeim. Þeir komust upp með allt því að djúpt innra með okkur áttum við þá ósk heitasta að geta breytt þeim. Látið þá verða ástfangna af okkur og engum öðrum. Eins og Mr. Big myndu þeir sjá að sér. Síðan eru liðin mörg ár og margir menn hafa komið og farið úr okkar lífi. Alltaf poppaði Mr. Big reglulega upp í huga okkar. Hann varð meira að segja á vegi okkar og kramdi hjarta okkar með reglulegu millibili. Mismikið en alltaf var það jafn sárt. Loksins varð okkur hins vegar ljóst að Mr. Big er og verður alltaf aumingi. Ónytjungur sem þarf að hafa marga bolta á lofti til að finna til sín. Maður sem er ófær um að elska aðra manneskju og vera henni trúr. Vitleysingur sem axlar enga ábyrgð á gjörðum sínum. Ég ber engan kala til greysins Carrie fyrir að leyfa okkur vinkonunum að láta okkur dreyma. Þetta var ljúfsárt á meðan það entist en núna er Mr. Big dauður.