Tapaðar tekjur af veiðigjöldum Árni Páll Árnason skrifar 30. apríl 2014 07:00 Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar