Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk 1. maí 2014 13:00 Hér sjáum við Dixarann eftir umbreytingarferlið mikla og er hann hér klár til brottfarar til Kaupmannahafnar. „Það er bæði mikill heiður fyrir okkur og einnig mikið gleðiefni að fá að taka þetta frábæra og sérútbúna trommusett með í keppnina,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks, en hann spilar á eitt vinsælasta og þekktasta trommusett Íslandssögunnar, Dixarann, í Eurovision-keppninni í ár. Um er að ræða sögufrægt trommusett sem komið hefur víða við á sínum langa og merka ferli. Upphaf Dixarans má rekja til ársins 1983, en hann var það ár keyptur glænýr af trommuleikaranum Benedikt Pálssyni í hljóðfæraversluninni Tónkvísl á Laufásveginum í Reykjavík. Trommusettið goðsagnakennda er að gerðinni Dixon, sem er sjaldséð vörumerki hér á landi og ekki selt í verslunum á Íslandi.uppruninn Hér sjáum við Dixarann eins og hann leit út í upphafi, þá var hann vínrauður og frekar óspennandi í útliti.„Ég man enn eftir því þegar ég keypti trommusettið, hljómurinn heillaði mig frá fyrstu stundu,“ segir Benedikt Pálsson, eigandi trommusettsins. Á árum áður lék Benedikt með einni vinsælustu hljómsveit landsins, Glæsi, sem var þá húshljómsveit á skemmtistaðnum Glæsibæ og dvaldi Dixarinn sín fyrstu ár á sviði Glæsibæjar. Þegar Benedikt lagði kjuðana á hilluna tók við afslöppunartímabil hjá Dixaranum. „Trommusettið beið í geymslunni þar til barnabarnið mitt, Gunnar Leó Pálsson, fékk trommuáhugann og hefur settið verið í stöðugri notkun síðan,“ bætir Benedikt við.dixon grænt Hér er Dixarinn orðinn grænn eftir að hafa farið í fyrra umbreytingarferlið.Dixarinn fór svo í mikið umbreytingarferli árið 2011 og var vínrauða filman sem umlukið hafði trommuskelina alla tíð fjarlægð og settið fékk nýjan lit. „Við ákváðum að lappa upp á settið og máluðum það neongrænt og höfðum harðvöruna svarta. Settið var þar með orðið eitt það flottasta á landinu,“ segir Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, en hann tók þátt í því að breyta útliti Dixarans. Eftir að hafa deilt sviði með mörgum af þekktustu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu var komið að stóru stundinni, að fara í Eurovision og tók þá við umbreytingarferli númer tvö og var það talsvert umfangsmeira. „Hann var spartlaður, pússaður og málaður gulur en svarti liturinn fékk þó að vera áfram á harðvörunni. Nú er Dixarinn svo sannarlega í sparifötunum,“ segir trommuleikarinn Einar Valur Scheving, en ásamt honum tóku þeir Jóhann, Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson, Þorbergur Ólafsson og Gunnar Leó Pálsson þátt í umbreytingunni.á leiðinni Þetta er síðasta myndin sem til er af Dixaranum í græna litnum. Hér er hann á leið í seinna umbreytingarferlið.„Það var alveg stórkostlegt og gríðarlega fallegt hvernig trommarar Íslands fylktu sér að baki okkur Pollapönkurum og eiga þeir heiður og mikla þökk skilda,“ segir Arnar Þór Gíslason sem er ákaflega sáttur með trommusettið. Það er mikil ást í trommusettinu sem á eftir að skína á sviðinu, bætir Arnar Þór við. Margir af þekktustu og vinsælustu trommuleikurum þjóðarinnar hafa notað Dixarann á tónleikum og samkomum en þar ber hæst Jóhann Hjörleifsson og Benedikt Brynleifsson. Þá hefur Arnar Þór einnig notað Dixarann á tónleikum með Mugison.Jóhann Hjörleifsson, sem er meðal annars trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns og Stórsveitar Reykjavíkur, hefur leikið á Dixarann á fjölda tónleika. „Mín reynsla af Dixaranum er alveg dásamleg. Hljómurinn og tónninn er til mikillar fyrirmyndar,“ segir Jóhann um trommusettið. Hann á sinn þátt í því að Dixarinn er orðinn að einu vinsælasta trommusetti landsins. „Þegar ég komst að því að þetta trommusett var lokað niður í kjallarageymslu í Breiðholti varð ég hissa og vildi ólmur leggja mitt af mörkum til þess að gera það að notadrjúgu trommusetti,“ segir Einar Scheving, sem notar Dixarann talsvert í dag.Benedikt Brynleifsson, sem er meðal annars trommuleikari 200.000 naglbíta og Helga Björns, notar hvert tækifæri sem Dixarinn er laus til þess að nota hann í sinni vinnu. „Dixarinn er einkar þægilegur og skemmtilegur. Ég nota hann alltaf þegar hann er laus, hann er sennilega eitt uppteknasta trommusett landsins,“ bætir Benedikt við en hann saknar þó græna litarins og fannst sá litur klæða settið best. Dixarinn hefur komið fram með mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og þar ber helst að nefna nöfn á borð við: Sálina hans Jóns míns, 200.000 naglbíta, Eyþór Inga og Atómskáldin, 88, Mugison, Land og sonum, Agli Ólafssyni, Regínu Ósk, Mannakornum, Made in Sveitin, Hvar er Mjallvít, SSSól, Reiðmenn vindanna, Micka Frurry og svo mætti lengi telja. Piltarnir í Pollapönki eru stoltir yfir að fá þetta vinsæla hljóðfæri í lið með sér í Eurovision. Eurovision Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
„Það er bæði mikill heiður fyrir okkur og einnig mikið gleðiefni að fá að taka þetta frábæra og sérútbúna trommusett með í keppnina,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks, en hann spilar á eitt vinsælasta og þekktasta trommusett Íslandssögunnar, Dixarann, í Eurovision-keppninni í ár. Um er að ræða sögufrægt trommusett sem komið hefur víða við á sínum langa og merka ferli. Upphaf Dixarans má rekja til ársins 1983, en hann var það ár keyptur glænýr af trommuleikaranum Benedikt Pálssyni í hljóðfæraversluninni Tónkvísl á Laufásveginum í Reykjavík. Trommusettið goðsagnakennda er að gerðinni Dixon, sem er sjaldséð vörumerki hér á landi og ekki selt í verslunum á Íslandi.uppruninn Hér sjáum við Dixarann eins og hann leit út í upphafi, þá var hann vínrauður og frekar óspennandi í útliti.„Ég man enn eftir því þegar ég keypti trommusettið, hljómurinn heillaði mig frá fyrstu stundu,“ segir Benedikt Pálsson, eigandi trommusettsins. Á árum áður lék Benedikt með einni vinsælustu hljómsveit landsins, Glæsi, sem var þá húshljómsveit á skemmtistaðnum Glæsibæ og dvaldi Dixarinn sín fyrstu ár á sviði Glæsibæjar. Þegar Benedikt lagði kjuðana á hilluna tók við afslöppunartímabil hjá Dixaranum. „Trommusettið beið í geymslunni þar til barnabarnið mitt, Gunnar Leó Pálsson, fékk trommuáhugann og hefur settið verið í stöðugri notkun síðan,“ bætir Benedikt við.dixon grænt Hér er Dixarinn orðinn grænn eftir að hafa farið í fyrra umbreytingarferlið.Dixarinn fór svo í mikið umbreytingarferli árið 2011 og var vínrauða filman sem umlukið hafði trommuskelina alla tíð fjarlægð og settið fékk nýjan lit. „Við ákváðum að lappa upp á settið og máluðum það neongrænt og höfðum harðvöruna svarta. Settið var þar með orðið eitt það flottasta á landinu,“ segir Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, en hann tók þátt í því að breyta útliti Dixarans. Eftir að hafa deilt sviði með mörgum af þekktustu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu var komið að stóru stundinni, að fara í Eurovision og tók þá við umbreytingarferli númer tvö og var það talsvert umfangsmeira. „Hann var spartlaður, pússaður og málaður gulur en svarti liturinn fékk þó að vera áfram á harðvörunni. Nú er Dixarinn svo sannarlega í sparifötunum,“ segir trommuleikarinn Einar Valur Scheving, en ásamt honum tóku þeir Jóhann, Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson, Þorbergur Ólafsson og Gunnar Leó Pálsson þátt í umbreytingunni.á leiðinni Þetta er síðasta myndin sem til er af Dixaranum í græna litnum. Hér er hann á leið í seinna umbreytingarferlið.„Það var alveg stórkostlegt og gríðarlega fallegt hvernig trommarar Íslands fylktu sér að baki okkur Pollapönkurum og eiga þeir heiður og mikla þökk skilda,“ segir Arnar Þór Gíslason sem er ákaflega sáttur með trommusettið. Það er mikil ást í trommusettinu sem á eftir að skína á sviðinu, bætir Arnar Þór við. Margir af þekktustu og vinsælustu trommuleikurum þjóðarinnar hafa notað Dixarann á tónleikum og samkomum en þar ber hæst Jóhann Hjörleifsson og Benedikt Brynleifsson. Þá hefur Arnar Þór einnig notað Dixarann á tónleikum með Mugison.Jóhann Hjörleifsson, sem er meðal annars trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns og Stórsveitar Reykjavíkur, hefur leikið á Dixarann á fjölda tónleika. „Mín reynsla af Dixaranum er alveg dásamleg. Hljómurinn og tónninn er til mikillar fyrirmyndar,“ segir Jóhann um trommusettið. Hann á sinn þátt í því að Dixarinn er orðinn að einu vinsælasta trommusetti landsins. „Þegar ég komst að því að þetta trommusett var lokað niður í kjallarageymslu í Breiðholti varð ég hissa og vildi ólmur leggja mitt af mörkum til þess að gera það að notadrjúgu trommusetti,“ segir Einar Scheving, sem notar Dixarann talsvert í dag.Benedikt Brynleifsson, sem er meðal annars trommuleikari 200.000 naglbíta og Helga Björns, notar hvert tækifæri sem Dixarinn er laus til þess að nota hann í sinni vinnu. „Dixarinn er einkar þægilegur og skemmtilegur. Ég nota hann alltaf þegar hann er laus, hann er sennilega eitt uppteknasta trommusett landsins,“ bætir Benedikt við en hann saknar þó græna litarins og fannst sá litur klæða settið best. Dixarinn hefur komið fram með mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og þar ber helst að nefna nöfn á borð við: Sálina hans Jóns míns, 200.000 naglbíta, Eyþór Inga og Atómskáldin, 88, Mugison, Land og sonum, Agli Ólafssyni, Regínu Ósk, Mannakornum, Made in Sveitin, Hvar er Mjallvít, SSSól, Reiðmenn vindanna, Micka Frurry og svo mætti lengi telja. Piltarnir í Pollapönki eru stoltir yfir að fá þetta vinsæla hljóðfæri í lið með sér í Eurovision.
Eurovision Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira