Ofbauð íslensk stjórnvöld og bjó til plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. maí 2014 13:30 Rapparinn Úlfur Kolka sendir frá sér pólitíska rappplötu eftir að hann fékk nóg af ástandinu hér á landi. fréttablaðið/valli „Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástandinu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Angeles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður grafískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plötunni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvíkingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtilegum hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipphopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástandinu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Angeles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður grafískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plötunni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvíkingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtilegum hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipphopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira