Fagna tíu ára afmælinu í hljóðveri Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. maí 2014 09:00 Sigurður Guðmundsson fékk rafstuð í fingur í upptökunum en Hjálmar vinna nú hörðum höndum í hljóðveri. Vísir/Guðm. Kristinn Jónsson „Við erum að vinna í tveimur lögum eins og er. Í þeim erum við á frekar þekktu svæði og erum ekki að experímentera jafn mikið og á síðustu plötu,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Hjálma, en sveitin vinnur þessa dagana í hljóðveri við að taka upp tvö ný lög. Sveitin hefur þó sem stendur eingöngu í hyggju að taka upp þessi tvö lög í bili. „Við eigum eftir að ákveða framhaldið. Fyrra lagið kemur út á næstu dögum og seinna lagið kemur út 1. júlí en það er hinn alþjóðlegi reggídagur,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Síðasta plata Hjálma, Órar, kom út árið 2011. Liðsskipan sveitarinnar hefur þó breyst í gegnum tíðina. „Í grunninn er þetta ég, Siggi og Steini. Helgi Svavar trommari og Valdi Kolli bassaleikari eru með okkur núna.“ Þess má til gamans geta að Guðmundur Kristinn, Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma, og Helgi Svavar eru allir að spila með Ásgeiri Trausta.Þorsteinn og Helgi í hljóðverinuSigurður Guðmundsson, hljómborðsleikari og söngvari sveitarinnar, sem hefur verið búsettur í Ósló undanfarið ár, fékk stuð í löngutöng meðan á upptökum stóð og náðist atvikið því á hljóðupptöku og er hún komin á YouTube. „Þetta var mikið stuð en svona er þó orðið sjaldgæft. Ég lít lífið öðrum augum eftir þessa stórfenglegu upplifun,“ segir Sigurður spurður út í stuðið. Hann segir jafnframt að norskan Óslóarkeim megi finna í nýju lögunum ef vel er gáð. „Óslóartréð lætur í sér heyra.“ Plötur Hjálma í gegnum tíðina:Hljóðlega af stað- 2004Hjálmar- 2005Ferðasót- 2007IV- 2009Keflavík Kingston - 2010Órar- 2011 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum að vinna í tveimur lögum eins og er. Í þeim erum við á frekar þekktu svæði og erum ekki að experímentera jafn mikið og á síðustu plötu,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Hjálma, en sveitin vinnur þessa dagana í hljóðveri við að taka upp tvö ný lög. Sveitin hefur þó sem stendur eingöngu í hyggju að taka upp þessi tvö lög í bili. „Við eigum eftir að ákveða framhaldið. Fyrra lagið kemur út á næstu dögum og seinna lagið kemur út 1. júlí en það er hinn alþjóðlegi reggídagur,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Síðasta plata Hjálma, Órar, kom út árið 2011. Liðsskipan sveitarinnar hefur þó breyst í gegnum tíðina. „Í grunninn er þetta ég, Siggi og Steini. Helgi Svavar trommari og Valdi Kolli bassaleikari eru með okkur núna.“ Þess má til gamans geta að Guðmundur Kristinn, Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma, og Helgi Svavar eru allir að spila með Ásgeiri Trausta.Þorsteinn og Helgi í hljóðverinuSigurður Guðmundsson, hljómborðsleikari og söngvari sveitarinnar, sem hefur verið búsettur í Ósló undanfarið ár, fékk stuð í löngutöng meðan á upptökum stóð og náðist atvikið því á hljóðupptöku og er hún komin á YouTube. „Þetta var mikið stuð en svona er þó orðið sjaldgæft. Ég lít lífið öðrum augum eftir þessa stórfenglegu upplifun,“ segir Sigurður spurður út í stuðið. Hann segir jafnframt að norskan Óslóarkeim megi finna í nýju lögunum ef vel er gáð. „Óslóartréð lætur í sér heyra.“ Plötur Hjálma í gegnum tíðina:Hljóðlega af stað- 2004Hjálmar- 2005Ferðasót- 2007IV- 2009Keflavík Kingston - 2010Órar- 2011
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira