Hjördís Svan afplánar í íslensku fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Hjördís Svan hefur sótt um að fá að afplána fangelsisdóm sinn á Íslandi og mun þá að öllum líkindum afplána hann í Kvennafangelsinu í Kópavogi. vísir/gva Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra. Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30