Heimsfrumsýnd á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. maí 2014 11:00 Tom leikur hermanninn Bill Cage í myndinni. Kvikmyndin Edge of Tomorrow var frumsýnd á Íslandi í gær, níu dögum áður en hún verður tekin til sýninga í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á japönsku skáldsögunni All you need is kill eftir Hiroshi Sakurazaka. Í myndinni eru hættulegar geimverur búnar að gera árás á jörðina og fljótt er ljóst að mannkynið býr ekki yfir tækni til að verjast þeim til lengdar. Hermaðurinn Bill Cage er sendur í eina orrustu en hann er reynslulítill og er drepinn eftir nokkrar mínútur. Honum til mikillar furðu rankar hann um leið við sér degi áður en hann er kallaður til orrustunnar og þarf að endurtaka leikinn. Þessi endurtekna reynsla Bills af þessum sama degi og þessum sama bardaga gerir það smám saman að verkum að hann fer að læra inn á hvernig hann fer að því að lifa af og ekki nóg með það heldur gefur þetta honum tækifæri til að átta sig á veikleikum geimveranna. Myndin var tekin upp nær eingöngu í Leavesden-stúdíóinu nálægt London þar sem allar Harry Potter-myndirnar voru teknar upp. Talið er að framleiðslukostnaðurinn sé 178 milljónir dollarar, rúmir tuttugu milljarðar króna. Fjölmiðlum vestan hafs þykir hins vegar afar ólíklegt að myndin geri góða hluti í miðasölu. Box Office Mojo ber myndina saman við aðrar myndir aðalleikarans Tom Cruise, Valkyrie, Knight and Day, Jack Reacher og Oblivion, sem náðu ekki að afla meira en hundrað milljónum dollara í Bandaríkjunum og Kanada. Spáir vefsíðan Edge of Tomrrow sömu örlögum þótt myndin hafi hlotið góða dóma. Auk Toms Cruise fara Emily Blunt, Bill Paxton, Jeremy Piven, Lara Pulver og Charlotte Riley með aðalhlutverkin. Leikstjóri er Doug Liman sem er þekktur fyrir myndir á borð við The Bourne Identity, Mr & Mrs. Smith og Fair Game. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Edge of Tomorrow var frumsýnd á Íslandi í gær, níu dögum áður en hún verður tekin til sýninga í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á japönsku skáldsögunni All you need is kill eftir Hiroshi Sakurazaka. Í myndinni eru hættulegar geimverur búnar að gera árás á jörðina og fljótt er ljóst að mannkynið býr ekki yfir tækni til að verjast þeim til lengdar. Hermaðurinn Bill Cage er sendur í eina orrustu en hann er reynslulítill og er drepinn eftir nokkrar mínútur. Honum til mikillar furðu rankar hann um leið við sér degi áður en hann er kallaður til orrustunnar og þarf að endurtaka leikinn. Þessi endurtekna reynsla Bills af þessum sama degi og þessum sama bardaga gerir það smám saman að verkum að hann fer að læra inn á hvernig hann fer að því að lifa af og ekki nóg með það heldur gefur þetta honum tækifæri til að átta sig á veikleikum geimveranna. Myndin var tekin upp nær eingöngu í Leavesden-stúdíóinu nálægt London þar sem allar Harry Potter-myndirnar voru teknar upp. Talið er að framleiðslukostnaðurinn sé 178 milljónir dollarar, rúmir tuttugu milljarðar króna. Fjölmiðlum vestan hafs þykir hins vegar afar ólíklegt að myndin geri góða hluti í miðasölu. Box Office Mojo ber myndina saman við aðrar myndir aðalleikarans Tom Cruise, Valkyrie, Knight and Day, Jack Reacher og Oblivion, sem náðu ekki að afla meira en hundrað milljónum dollara í Bandaríkjunum og Kanada. Spáir vefsíðan Edge of Tomrrow sömu örlögum þótt myndin hafi hlotið góða dóma. Auk Toms Cruise fara Emily Blunt, Bill Paxton, Jeremy Piven, Lara Pulver og Charlotte Riley með aðalhlutverkin. Leikstjóri er Doug Liman sem er þekktur fyrir myndir á borð við The Bourne Identity, Mr & Mrs. Smith og Fair Game.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira