Flugið Sigurður Hreinsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt af mikilvægustu byggðarmálum okkar Vestfirðinga eru samgöngumál. En mér finnst stundum að á sama tíma og við erum upptekin af úrbótum í vegamálum, þá sé nánast ekkert hugsað um flugmál. Á engum flugvelli á Íslandi eru jafn miklar líkur á að flug frestist eða falli niður, eins og staðreyndin er með Ísafjarðarflugvöll. 100 til 150 flug árlega eru tölur sem sjást iðulega og ekkert bendir til þess að þessar tölur fari neitt lækkandi. Ef við setjum þessar tölur í samhengi, þá eru við að tala um 50-80 daga árlega, miðað við núverandi flugtíðni áætlanaflugs. Síðustu árin áður en Vestfjarðagöngin voru tekin í notkun, var að meðaltali ófært í um 53 daga um Breiðadals- og Botnsheiðar, árlega. Það er fyrir löngu orðið tímabært að krefjast alvöruúrbóta í flugmálum á Vestfjörðum. Við verðum að fá alvöruflugvöll, sem stenst kröfur um blindflug, hindrunarlítið aðflug, er brúkhæfur í öllum vindáttum og mætir kröfum um millilandaflug. Án frekari tafa verður að hefja vinnu við staðarval á nýjum flugvelli með nauðsynlegum rannsóknum. Við erum ekki að biðja um neitt meira en t.d. Akureyri og Egilsstaðir eru með, bara að fá að standa jafnfætis þeim. Þessi krafa er að mínu mati eitt af stærstu byggðar- og atvinnumálum Vestfjarða. Í austanverðum Eyjafirði, á móts við Akureyri, standa nú yfir framkvæmdir við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Göngunum er ætlað að koma í staðinn fyrir 325 metra háan fjallveg sem er samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar ófær að meðaltali tvo daga á ári og styttir leiðina um 15 km. Framkvæmdin er sögð í einkaframkvæmd en ábyrgðaraðili er íslenska ríkið, heildarkostnaður er talinn verða 11,5 milljarðar. Er til of mikils mælst að fara fram á að landsfeðurnir sýni börnum sínum sanngirni. Ég þori. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu byggðarmálum okkar Vestfirðinga eru samgöngumál. En mér finnst stundum að á sama tíma og við erum upptekin af úrbótum í vegamálum, þá sé nánast ekkert hugsað um flugmál. Á engum flugvelli á Íslandi eru jafn miklar líkur á að flug frestist eða falli niður, eins og staðreyndin er með Ísafjarðarflugvöll. 100 til 150 flug árlega eru tölur sem sjást iðulega og ekkert bendir til þess að þessar tölur fari neitt lækkandi. Ef við setjum þessar tölur í samhengi, þá eru við að tala um 50-80 daga árlega, miðað við núverandi flugtíðni áætlanaflugs. Síðustu árin áður en Vestfjarðagöngin voru tekin í notkun, var að meðaltali ófært í um 53 daga um Breiðadals- og Botnsheiðar, árlega. Það er fyrir löngu orðið tímabært að krefjast alvöruúrbóta í flugmálum á Vestfjörðum. Við verðum að fá alvöruflugvöll, sem stenst kröfur um blindflug, hindrunarlítið aðflug, er brúkhæfur í öllum vindáttum og mætir kröfum um millilandaflug. Án frekari tafa verður að hefja vinnu við staðarval á nýjum flugvelli með nauðsynlegum rannsóknum. Við erum ekki að biðja um neitt meira en t.d. Akureyri og Egilsstaðir eru með, bara að fá að standa jafnfætis þeim. Þessi krafa er að mínu mati eitt af stærstu byggðar- og atvinnumálum Vestfjarða. Í austanverðum Eyjafirði, á móts við Akureyri, standa nú yfir framkvæmdir við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Göngunum er ætlað að koma í staðinn fyrir 325 metra háan fjallveg sem er samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar ófær að meðaltali tvo daga á ári og styttir leiðina um 15 km. Framkvæmdin er sögð í einkaframkvæmd en ábyrgðaraðili er íslenska ríkið, heildarkostnaður er talinn verða 11,5 milljarðar. Er til of mikils mælst að fara fram á að landsfeðurnir sýni börnum sínum sanngirni. Ég þori.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar