Enga sýnagógu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júní 2014 07:00 Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun