Framhald af endurgerð sem gæti auðveldlega klikkað Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 15:00 Jonah Hill og Channing Tatum snúa aftur í hlutverk sín. Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarpsseríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlotið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari velgengni er talin vera sú að myndin reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp listaspíra. Þá fara efasemdir um vináttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin.Sóðalegt veðmál Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu. Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarpsseríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlotið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari velgengni er talin vera sú að myndin reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp listaspíra. Þá fara efasemdir um vináttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin.Sóðalegt veðmál Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu.
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira