Lögreglan eini aðilinn sem geti upplýst Andri Ólafsson skrifar 24. júní 2014 09:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
„Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00