Fönkaðir fimmtudagar á Loftinu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:30 Tónlistarmenn úr ýmsum áttum ætla að sjá til þess að það verði góð stemning á Loftinu öll fimmtudagskvöld í sumar. Mynd/Brynjar Snær „Áherslan í Reykjavík undanfarið hefur kannski verið örlítið meira á elektrónískum nótum. Við vildum því keyra á nýja stemningu,“ segir Andrés Nielsen, plötusnúður og einn af hugmyndasmiðunum á bak við skemmtileg fimmtudagskvöld á Loftinu í Austurstræti í sumar en þar ætla þekktir tónlistarmenn og plötusnúðar að leiða saman hesta sína. „Þetta hefst allt núna á fimmtudaginn með smá upphitun en stóra startið verður 10. júlí þegar Loft-band Steinars Sigurðssonar spilar ásamt DJ King Lucky,“ segir Andrés og segir kvöldin í raun minna um margt á það sem skemmtistaðurinn Rex bauð upp á hér um aldamótin þegar tónlistarmenn spiluðu „live“ með plötusnúðum. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn eru á meðal þeirra sem taka þátt í tónleikaröðinni en þar má meðal annars nefna þá Samúel Jón Samúelsson, kenndan við Jagúar, Arnljót Sigurðsson og Teit Magnússon úr hljómsveitinni Ojba Rasta og Gísla Galdur. „Við ætlum í raun bara að skapa gott og fönkað partí hér á Loftinu,“ segir Andrés. Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Áherslan í Reykjavík undanfarið hefur kannski verið örlítið meira á elektrónískum nótum. Við vildum því keyra á nýja stemningu,“ segir Andrés Nielsen, plötusnúður og einn af hugmyndasmiðunum á bak við skemmtileg fimmtudagskvöld á Loftinu í Austurstræti í sumar en þar ætla þekktir tónlistarmenn og plötusnúðar að leiða saman hesta sína. „Þetta hefst allt núna á fimmtudaginn með smá upphitun en stóra startið verður 10. júlí þegar Loft-band Steinars Sigurðssonar spilar ásamt DJ King Lucky,“ segir Andrés og segir kvöldin í raun minna um margt á það sem skemmtistaðurinn Rex bauð upp á hér um aldamótin þegar tónlistarmenn spiluðu „live“ með plötusnúðum. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn eru á meðal þeirra sem taka þátt í tónleikaröðinni en þar má meðal annars nefna þá Samúel Jón Samúelsson, kenndan við Jagúar, Arnljót Sigurðsson og Teit Magnússon úr hljómsveitinni Ojba Rasta og Gísla Galdur. „Við ætlum í raun bara að skapa gott og fönkað partí hér á Loftinu,“ segir Andrés.
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira