Alfreð getur tekið enn eitt metið af Pétri Péturssyni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2014 06:30 Alfreð Finnbogason spilar í spænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason samdi í gær við spænska úrvalsdeildarliðið Real Sociedad og verður þar með fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild á Spáni. Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði í framhaldinu undir fjögurra ára saming til ársins 2018. Real Sociedad greiðir Heerenveen 7,5 milljónir evra fyrir Alfreð samkvæmt fréttum frá Spáni en 2,5 milljónir evra bætast svo við það í gegnum árangurstengdar greiðslur. Alfreð getur þar með haldið áfram að „hreinsa“ upp met gamla þjálfara síns, Péturs Péturssonar. Alfreð sló nokkur met Péturs á tveimur frábærum árum sínum með Heerenveen í hollensku deildinni. Þar á meðal bætti hann í tvígang markamet Íslendings á einu tímabili í evrópskri A-deild. Pétur Pétursson var fyrsti Íslendingurinn til að spila í A-deildinni á Spáni fyrir 29 árum og skoraði þá 5 mörk í 27 leikjum með Hércules frá Alicante. Það markamet hefur staðið síðan en Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði það með því að skora 5 mörk á fyrsta tímabili sínu með Barcelona-liðinu veturinn 2006 til 2007. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir metin sem Alfreð hefur tekið af Pétri undanfarin tvö ár og hvaða met eru hugsanlega í augsýn þegar hann verður fyrsti Íslendingurinn til þess að spila knattspyrnu með Baskafélagi.Alfreð Finnbogason og markametin:Flest mörk Íslendings á einu ári Var: 32 mörk - Pétur Pétursson 1979 Nýtt met: 34 mörk - Alfreð Finnbogason 2012Flest mörk Íslendings á tímabili í Evrópu Var: 23 - Pétur Pétursson, Feyenoord 1979-80 Nýtt met: 24 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 Nýtt met: 29 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2013-14Flest mörk Íslendings í hollensku úrvalsdeildinni Var: 49 mörk - Pétur Pétursson, Feyenoord Nýtt met: 53 mörk - Alfreð Finnbogason, HeerenveenFlest mörk á tímabili í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 5 mörk - Pétur Pétursson, Hércules 1985-86 Jafnað: 5 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona 2006-07Flest mörk Íslendings í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 10 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona Spænski boltinn Tengdar fréttir Alfreð í læknisskoðun í dag Fimm ára samningur sagður liggja á borðinu. 2. júlí 2014 09:34 Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15 Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Sjá meira
Alfreð Finnbogason samdi í gær við spænska úrvalsdeildarliðið Real Sociedad og verður þar með fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild á Spáni. Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði í framhaldinu undir fjögurra ára saming til ársins 2018. Real Sociedad greiðir Heerenveen 7,5 milljónir evra fyrir Alfreð samkvæmt fréttum frá Spáni en 2,5 milljónir evra bætast svo við það í gegnum árangurstengdar greiðslur. Alfreð getur þar með haldið áfram að „hreinsa“ upp met gamla þjálfara síns, Péturs Péturssonar. Alfreð sló nokkur met Péturs á tveimur frábærum árum sínum með Heerenveen í hollensku deildinni. Þar á meðal bætti hann í tvígang markamet Íslendings á einu tímabili í evrópskri A-deild. Pétur Pétursson var fyrsti Íslendingurinn til að spila í A-deildinni á Spáni fyrir 29 árum og skoraði þá 5 mörk í 27 leikjum með Hércules frá Alicante. Það markamet hefur staðið síðan en Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði það með því að skora 5 mörk á fyrsta tímabili sínu með Barcelona-liðinu veturinn 2006 til 2007. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir metin sem Alfreð hefur tekið af Pétri undanfarin tvö ár og hvaða met eru hugsanlega í augsýn þegar hann verður fyrsti Íslendingurinn til þess að spila knattspyrnu með Baskafélagi.Alfreð Finnbogason og markametin:Flest mörk Íslendings á einu ári Var: 32 mörk - Pétur Pétursson 1979 Nýtt met: 34 mörk - Alfreð Finnbogason 2012Flest mörk Íslendings á tímabili í Evrópu Var: 23 - Pétur Pétursson, Feyenoord 1979-80 Nýtt met: 24 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 Nýtt met: 29 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2013-14Flest mörk Íslendings í hollensku úrvalsdeildinni Var: 49 mörk - Pétur Pétursson, Feyenoord Nýtt met: 53 mörk - Alfreð Finnbogason, HeerenveenFlest mörk á tímabili í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 5 mörk - Pétur Pétursson, Hércules 1985-86 Jafnað: 5 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona 2006-07Flest mörk Íslendings í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 10 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Spænski boltinn Tengdar fréttir Alfreð í læknisskoðun í dag Fimm ára samningur sagður liggja á borðinu. 2. júlí 2014 09:34 Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15 Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Sjá meira
Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15
Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34