Tilboð um heilbrigða samkeppni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. júlí 2014 06:00 Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun