Útlent beikon sem engan drepur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. júlí 2014 06:00 Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun