Dýrustu hestarnir fara á tugi milljóna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Töluverður fjöldi hesta er seldur eftir hvert landsmót. Fréttablaðið/ karl. Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið. Hestar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið.
Hestar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira