Spilar með gítarleikara Genesis Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2014 12:30 Gulli Briem og Steve Hackett koma fram með hljómsveitinni Djabe í Ungverjalandi. mynd/einkasafn „Hann er frábær tónlistarmaður spilar bara eins og hann spilaði í gamla daga, ég var og er mikill Genesis-aðdáandi, sérstaklega þegar hann og Peter Gabriel voru í bandinu,“ segir Mezzoforte-trommuleikarinn Gunnlaugur Briem, en hann og upprunalegi gítarleikari Genesis, Steve Hackett, stíga saman á svið á þrennum tónleikum í Ungverjalandi í júlí ásamt heimstónlistar- og djasshljómsveitinni Djabe. Gulli hefur áður leikið með hljómsveitinni Djabe og með Hackett, árið 2012 en þeir koma báðir fram sem sérstakir gestir á tónleikunum. Gulli segir að það sé sérlega ánægjulegt að spila með Hackett, ekki síst þar sem nokkur gömul og góð Genesis-lög verða tekin í upprunalegum útsetningum. „Gítarleikur Hacketts sé mjög sérstakur og lýrískur. Fyrir utan það þá ólst ég upp við þessa tónlist og spilaði á vínyl í klessu þegar ég var unglingur. Hann var mjög mikilvægur í Genesis,“ segir Gulli. Hann býr að mestu í Búdapest og gerir út þaðan. Tónleikarnir verða í Búdapest, Hévíz og Debrecen 18., 19. og 20. júlí. „Þetta eru útitónleikar og veðrið er frábært í Ungverjalandi þannig að það mun ekki væsa um okkur í blíðunni.“ Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Hann er frábær tónlistarmaður spilar bara eins og hann spilaði í gamla daga, ég var og er mikill Genesis-aðdáandi, sérstaklega þegar hann og Peter Gabriel voru í bandinu,“ segir Mezzoforte-trommuleikarinn Gunnlaugur Briem, en hann og upprunalegi gítarleikari Genesis, Steve Hackett, stíga saman á svið á þrennum tónleikum í Ungverjalandi í júlí ásamt heimstónlistar- og djasshljómsveitinni Djabe. Gulli hefur áður leikið með hljómsveitinni Djabe og með Hackett, árið 2012 en þeir koma báðir fram sem sérstakir gestir á tónleikunum. Gulli segir að það sé sérlega ánægjulegt að spila með Hackett, ekki síst þar sem nokkur gömul og góð Genesis-lög verða tekin í upprunalegum útsetningum. „Gítarleikur Hacketts sé mjög sérstakur og lýrískur. Fyrir utan það þá ólst ég upp við þessa tónlist og spilaði á vínyl í klessu þegar ég var unglingur. Hann var mjög mikilvægur í Genesis,“ segir Gulli. Hann býr að mestu í Búdapest og gerir út þaðan. Tónleikarnir verða í Búdapest, Hévíz og Debrecen 18., 19. og 20. júlí. „Þetta eru útitónleikar og veðrið er frábært í Ungverjalandi þannig að það mun ekki væsa um okkur í blíðunni.“
Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira