Íslendingar hugsi yfir hryðjuverkaógn Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. júlí 2014 11:00 Gunnar Pálsson Nokkuð hefur verið um það að Íslendingar hafi hringt í íslenska sendiráðið í Noregi undanfarna daga til þess að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað til lands. Yfirvöld í Noregi skýrðu frá því á fimmtudag að hætta væri á hryðjuverkum á næstu dögum þar. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sem ætlar að koma hérna sé meðvitað um þetta og kynni sér það sem norsk stjórnvöld hafa sagt. Við verðum hins vegar að láta fólkinu það eftir að draga ályktanir líkt og við gerum sjálf,“ segir Gunnar Pálsson sendiherra. Hann bætir því við að ekki sé á þessari stundu talin nein ástæða til að gefa út viðvaranir til Íslendinga sem ætla að ferðast til Noregs. Gunnar var sjálfur að koma frá Íran á fimmtudagsmorgun, um það leyti sem norsk stjórnvöld upplýstu um hryðjuverkaógnina í fjölmiðlum. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt á Gardermoen-flugvelli. Gunnar segir mjög skiljanlegt að Norðmenn bregðist ákveðið við hryðjuverkaógn, því einungis þrjú ár séu liðin frá því að Breivik framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norðmenn séu enn í sárum eftir það. „Þá voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir eða brugðist nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum aftur og ætla þess vegna að vera fyrri á ferðinni og gera almenningi grein fyrir þeim vísbendingum sem þau hafa fengið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hafa verði í huga að margir Óslóarbúa séu núna í sumarleyfi utan Óslóar. Margir þeirra séu í sumarhúsum sínum. Göturnar séu því frekar tómlegar. „En því er ekki að leyna að fólk hérna er óttaslegið og vill hafa allan vara á,“ segir hann. Lífið gangi samt sem áður sinn vanagang þótt fólk ætli sér að fara varlega næstu daga. Gunnar segir að ýmsir velti vöngum yfir því hvort hugsanlegir hryðjuverkahópar kunni að láta til skarar skríða á mánudaginn þegar föstuhátíð múslima, Ramadan, lýkur. Þá bendir Gunnar á að viðvaranir stjórnvalda komi ekki alveg á óvart. „Öryggisþjónustan hér og varnarmálaráðuneytið hafa litið svo á, allavega undanfarin tvö ár, að hættan af völdum öfgasinnaðra samtaka múslima væri skæðasta ógnin,“ segir Gunnar. Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því þótt rétt sé að taka fram að ekki séu allir múslimar öfgasinnaðir. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Nokkuð hefur verið um það að Íslendingar hafi hringt í íslenska sendiráðið í Noregi undanfarna daga til þess að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað til lands. Yfirvöld í Noregi skýrðu frá því á fimmtudag að hætta væri á hryðjuverkum á næstu dögum þar. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sem ætlar að koma hérna sé meðvitað um þetta og kynni sér það sem norsk stjórnvöld hafa sagt. Við verðum hins vegar að láta fólkinu það eftir að draga ályktanir líkt og við gerum sjálf,“ segir Gunnar Pálsson sendiherra. Hann bætir því við að ekki sé á þessari stundu talin nein ástæða til að gefa út viðvaranir til Íslendinga sem ætla að ferðast til Noregs. Gunnar var sjálfur að koma frá Íran á fimmtudagsmorgun, um það leyti sem norsk stjórnvöld upplýstu um hryðjuverkaógnina í fjölmiðlum. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt á Gardermoen-flugvelli. Gunnar segir mjög skiljanlegt að Norðmenn bregðist ákveðið við hryðjuverkaógn, því einungis þrjú ár séu liðin frá því að Breivik framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norðmenn séu enn í sárum eftir það. „Þá voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir eða brugðist nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum aftur og ætla þess vegna að vera fyrri á ferðinni og gera almenningi grein fyrir þeim vísbendingum sem þau hafa fengið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hafa verði í huga að margir Óslóarbúa séu núna í sumarleyfi utan Óslóar. Margir þeirra séu í sumarhúsum sínum. Göturnar séu því frekar tómlegar. „En því er ekki að leyna að fólk hérna er óttaslegið og vill hafa allan vara á,“ segir hann. Lífið gangi samt sem áður sinn vanagang þótt fólk ætli sér að fara varlega næstu daga. Gunnar segir að ýmsir velti vöngum yfir því hvort hugsanlegir hryðjuverkahópar kunni að láta til skarar skríða á mánudaginn þegar föstuhátíð múslima, Ramadan, lýkur. Þá bendir Gunnar á að viðvaranir stjórnvalda komi ekki alveg á óvart. „Öryggisþjónustan hér og varnarmálaráðuneytið hafa litið svo á, allavega undanfarin tvö ár, að hættan af völdum öfgasinnaðra samtaka múslima væri skæðasta ógnin,“ segir Gunnar. Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því þótt rétt sé að taka fram að ekki séu allir múslimar öfgasinnaðir.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira