Tífalt meira nautakjöt flutt inn á milli ára Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 07:00 Gífurleg aukning hefur orðið á innflutningi á nautgripakjöti til hakkgerðar. Innlend framleiðsla á nautgripakjöti hefur dregist saman vegna aukinnar eftirspurnar á mjólkurvörum. vísir/stefán Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“ Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“
Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38
Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00
Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00