Mótfallinn styttingu náms Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 22:08 Breytingar í farvatninu MR stefnir að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira