Bönnum allt Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Þeir sem framleiða bjór og annað áfengi hér á landi sitja ekki við sama borð og þeir sem gera það erlendis. Íslenskir bjórframleiðendur framleiða löglega vöru en mega ekki auglýsa hana í fjölmiðlum. Útlenskir bjórframleiðendur auglýsa hins vegar í alþjóðlegum fjölmiðlum sem heimilt er að flytja til landsins. Ef það eru lög í gildi sem eiga að tryggja einhvers konar jafnræði eru þau brotin á hverjum degi. En hvað er til ráða? Það er tvennt í stöðunni. Einfaldast væri að nútímavæða lög um auglýsingar á áfengi og leyfa íslenskum framleiðendum að auglýsa vöru sem er ekki bara lögleg, heldur einnig fjandi góð í alþjóðlegum samanburði. Hin leiðin er flóknari en fullkomlega gerleg í ljósi landfræðilegrar einangrunar og afturhaldssamra stjórnvalda. Hún snýst í stuttu máli um að banna bara allt. Bann á innflutningi á tímaritum og dagblöðum yrði fyrsta skrefið. Áfengi er auglýst í tímaritum á borð við Rolling Stone og GQ sem má nálgast með auðveldum hætti í næstu bókabúð. Áhrifin af þessu óhefta aðgengi að áfengisauglýsingum hafa ekki verið mæld en þau eru örugglega satanísk. Þá þarf að banna erlendar sjónvarpsstöðvar sem senda út frá frjálslyndari áfengisauglýsandi ríkjum ásamt því að banna íslenskum sjónvarpsstöðvum að sýna frá erlendum viðburðum í beinni útsendingu. Sömu sjónvarpsstöðvum þarf að banna að sýna erlenda þætti og kvikmyndir. Bjórinn sem er drukkinn í sjónvarpinu er ekki valinn út af því að flaskan er svo flott. Ekki má gleyma kvikmyndahúsunum. Stjórnvöld þurfa að banna þeim að sýna erlendar kvikmyndir og neyða þau til að sýna Emil og Skunda og Börn náttúrunnar aftur og aftur – þar er hvorki Tuborg né Carlsberg. Loks þarf að klippa á Farice-strenginn og skrúfa algjörlega fyrir notkun Íslendinga á erlendum vefsvæðum. Sumar vefsíður eru nefnilega vistaðar á netþjónum í ríkjum þar sem lagasetning eru svo frjálslynd að framleiðendur löglegra vara mega auglýsa hana í þarlendum miðlum – eitthvað sem gæti haft dómsdagsáhrif á heilsu óspilltrar íslenskrar þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þeir sem framleiða bjór og annað áfengi hér á landi sitja ekki við sama borð og þeir sem gera það erlendis. Íslenskir bjórframleiðendur framleiða löglega vöru en mega ekki auglýsa hana í fjölmiðlum. Útlenskir bjórframleiðendur auglýsa hins vegar í alþjóðlegum fjölmiðlum sem heimilt er að flytja til landsins. Ef það eru lög í gildi sem eiga að tryggja einhvers konar jafnræði eru þau brotin á hverjum degi. En hvað er til ráða? Það er tvennt í stöðunni. Einfaldast væri að nútímavæða lög um auglýsingar á áfengi og leyfa íslenskum framleiðendum að auglýsa vöru sem er ekki bara lögleg, heldur einnig fjandi góð í alþjóðlegum samanburði. Hin leiðin er flóknari en fullkomlega gerleg í ljósi landfræðilegrar einangrunar og afturhaldssamra stjórnvalda. Hún snýst í stuttu máli um að banna bara allt. Bann á innflutningi á tímaritum og dagblöðum yrði fyrsta skrefið. Áfengi er auglýst í tímaritum á borð við Rolling Stone og GQ sem má nálgast með auðveldum hætti í næstu bókabúð. Áhrifin af þessu óhefta aðgengi að áfengisauglýsingum hafa ekki verið mæld en þau eru örugglega satanísk. Þá þarf að banna erlendar sjónvarpsstöðvar sem senda út frá frjálslyndari áfengisauglýsandi ríkjum ásamt því að banna íslenskum sjónvarpsstöðvum að sýna frá erlendum viðburðum í beinni útsendingu. Sömu sjónvarpsstöðvum þarf að banna að sýna erlenda þætti og kvikmyndir. Bjórinn sem er drukkinn í sjónvarpinu er ekki valinn út af því að flaskan er svo flott. Ekki má gleyma kvikmyndahúsunum. Stjórnvöld þurfa að banna þeim að sýna erlendar kvikmyndir og neyða þau til að sýna Emil og Skunda og Börn náttúrunnar aftur og aftur – þar er hvorki Tuborg né Carlsberg. Loks þarf að klippa á Farice-strenginn og skrúfa algjörlega fyrir notkun Íslendinga á erlendum vefsvæðum. Sumar vefsíður eru nefnilega vistaðar á netþjónum í ríkjum þar sem lagasetning eru svo frjálslynd að framleiðendur löglegra vara mega auglýsa hana í þarlendum miðlum – eitthvað sem gæti haft dómsdagsáhrif á heilsu óspilltrar íslenskrar þjóðar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun