Aðeins öðru vísi en sveitaböllin Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2014 10:30 Friðrik Karlsson leikur á gítar með Kate Bush á 22 tónleikum í London. Vísir/GVA „Það er alltaf smá frumsýningarspenna en þetta var ótrúlega gaman og gekk rosalega vel. Þetta er það flottasta sem að ég hef komið nálægt og það fór ekkert úrskeiðis,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson en hann leikur á gítar á tónleikaröð Kate Bush í London. Fyrstu tónleikarnir af 22 fóru fram á þriðjudagskvöldið og hafa þeir fengið prýðisdóma í erlendum fjölmiðlum. „Ég hef aldrei æft svona mikið fyrir neitt enda er þetta rosalega stórt í sniðum, ætli það komi ekki um 60 manns að þessu sjói. Þetta er aðeins öðru vísi en sveitaböllin á Íslandi,“ segir Friðrik léttur í lundu. Á fyrstu tónleikunum var fjöldi þekktra einstaklinga í salnum og ber þar helst að nefna okkar íslensku Björk, Lily Allen og þá er einnig talið að Madonna, David Bowie og Elton John hafi verið á tónleikunum. „Ég sá að á þriðja bekk fyrir framan mig sat Dave Gilmour úr Pink Floyd, það var skemmtilegt,“ bætir Friðrik við.Kate Bush í góðum gír á tónleikunum.Vísir/APHann segir það frábært að vinna með Bush. „Hún valdi lagalistann, útsetur allt og er algjör heildarhönnuður á sjóinu. Hún er ótrúlega skapandi einstaklingur og mikill listamaður.“ Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem Bush kemur fram. Í hljómsveitinni eru menn á heimsmælikvarða, en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. Í fjölmiðlum erlendis er sagt að Bush hafi ekki leikið lög af fyrstu fjórum plötum sínum og þar að leiðandi ekki leikið nokkra af sínum helstu slögurum. „Þetta eru þrískiptir tónleikar með ákveðið konsept og hún valdi lög sem voru í samræmi við konseptið.“ Tónlist Tengdar fréttir Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Það er alltaf smá frumsýningarspenna en þetta var ótrúlega gaman og gekk rosalega vel. Þetta er það flottasta sem að ég hef komið nálægt og það fór ekkert úrskeiðis,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson en hann leikur á gítar á tónleikaröð Kate Bush í London. Fyrstu tónleikarnir af 22 fóru fram á þriðjudagskvöldið og hafa þeir fengið prýðisdóma í erlendum fjölmiðlum. „Ég hef aldrei æft svona mikið fyrir neitt enda er þetta rosalega stórt í sniðum, ætli það komi ekki um 60 manns að þessu sjói. Þetta er aðeins öðru vísi en sveitaböllin á Íslandi,“ segir Friðrik léttur í lundu. Á fyrstu tónleikunum var fjöldi þekktra einstaklinga í salnum og ber þar helst að nefna okkar íslensku Björk, Lily Allen og þá er einnig talið að Madonna, David Bowie og Elton John hafi verið á tónleikunum. „Ég sá að á þriðja bekk fyrir framan mig sat Dave Gilmour úr Pink Floyd, það var skemmtilegt,“ bætir Friðrik við.Kate Bush í góðum gír á tónleikunum.Vísir/APHann segir það frábært að vinna með Bush. „Hún valdi lagalistann, útsetur allt og er algjör heildarhönnuður á sjóinu. Hún er ótrúlega skapandi einstaklingur og mikill listamaður.“ Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem Bush kemur fram. Í hljómsveitinni eru menn á heimsmælikvarða, en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. Í fjölmiðlum erlendis er sagt að Bush hafi ekki leikið lög af fyrstu fjórum plötum sínum og þar að leiðandi ekki leikið nokkra af sínum helstu slögurum. „Þetta eru þrískiptir tónleikar með ákveðið konsept og hún valdi lög sem voru í samræmi við konseptið.“
Tónlist Tengdar fréttir Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30