Horfin sumarblíða Sara McMahon skrifar 2. september 2014 07:00 Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar „Haust“. Ólíkt skáldinu, sem síðar í ljóðinu segir allt kalt og dautt, er haustið mín uppáhaldsárstíð; litadýrðin, ferskur andblærinn og bláleitt rökkrið sem einkennir síðkvöldin fylla mig notalegri tilfinningu ár hvert. Burtu er kæruleysið sem einkennir íslenskt sumar og við er tekin alvara lífsins. Ég er í flokki þeirra sem hafa aldrei vanist því að setja sér áramótaheit, heldur eru mín heit sett 1. september ár hvert, einmitt þegar lífið kemst aftur í fastar skorður. Nú hætti ég að missa úr í ræktinni vegna ferðalaga eða veisluhalda, mataræðið verður tekið í gegn, áfenginu úthýst tímabundið og loks ætla ég að læra að prjóna. Og ykkur að segja, þá hlakka ég brjálæðislega til! Ég átta mig á því að það eru ekki allir sem deila þessu dálæti mínu á haustinu – margir kveðja sumarið með miklum trega og kvíða kuldanum og skammdeginu sem bíða hlakkandi handan við hornið. En við ykkur segi ég: Óttist ekki, því það er svo margt sem haustið (og veturinn) hefur upp á að bjóða. Til að mynda verður brátt nógu kalt til að klæðast uppáhaldsprjónapeysu sinni aftur og notalegt kertaljós mun lýsa upp dimm haustkvöld. Löngunin í matarmiklar og gómsætar súpur sem ylja manni niður í tær kemur einnig með haustinu – sér í lagi eftir frískandi göngutúr þar sem allra dásamlegu haustlitanna er notið. Haustið er einnig tími uppskerunnar – ímyndið ykkur bara nýupptekið smælki löðrandi í (íslensku) smjöri og með svolitlu fersku dilli ofan á! Svo er orðið sjálft líka svo afskaplega fallegt og rómantískt. Segið það með mér: „Haust.“ Já, haustið er svo sannarlega tíminn! Svo skemmir ekki fyrir að ég á afmæli að hausti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar „Haust“. Ólíkt skáldinu, sem síðar í ljóðinu segir allt kalt og dautt, er haustið mín uppáhaldsárstíð; litadýrðin, ferskur andblærinn og bláleitt rökkrið sem einkennir síðkvöldin fylla mig notalegri tilfinningu ár hvert. Burtu er kæruleysið sem einkennir íslenskt sumar og við er tekin alvara lífsins. Ég er í flokki þeirra sem hafa aldrei vanist því að setja sér áramótaheit, heldur eru mín heit sett 1. september ár hvert, einmitt þegar lífið kemst aftur í fastar skorður. Nú hætti ég að missa úr í ræktinni vegna ferðalaga eða veisluhalda, mataræðið verður tekið í gegn, áfenginu úthýst tímabundið og loks ætla ég að læra að prjóna. Og ykkur að segja, þá hlakka ég brjálæðislega til! Ég átta mig á því að það eru ekki allir sem deila þessu dálæti mínu á haustinu – margir kveðja sumarið með miklum trega og kvíða kuldanum og skammdeginu sem bíða hlakkandi handan við hornið. En við ykkur segi ég: Óttist ekki, því það er svo margt sem haustið (og veturinn) hefur upp á að bjóða. Til að mynda verður brátt nógu kalt til að klæðast uppáhaldsprjónapeysu sinni aftur og notalegt kertaljós mun lýsa upp dimm haustkvöld. Löngunin í matarmiklar og gómsætar súpur sem ylja manni niður í tær kemur einnig með haustinu – sér í lagi eftir frískandi göngutúr þar sem allra dásamlegu haustlitanna er notið. Haustið er einnig tími uppskerunnar – ímyndið ykkur bara nýupptekið smælki löðrandi í (íslensku) smjöri og með svolitlu fersku dilli ofan á! Svo er orðið sjálft líka svo afskaplega fallegt og rómantískt. Segið það með mér: „Haust.“ Já, haustið er svo sannarlega tíminn! Svo skemmir ekki fyrir að ég á afmæli að hausti.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun