Skemmta á einum elsta klúbbi í heimi Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. september 2014 13:30 Bjarki Rúnar og Addi Exos. Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á Tesor. Mynd/Einkasafn „Það er mikill heiður að fá að spila þarna, því aðeins vel valdir plötusnúðar og listamenn koma þarna fram,“ segir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, en hann og Bjarki Rúnar, betur þekktur sem, Kid Mistik eru á leið til Berlínar um helgina að spila á einum merkilegasta klúbbi í heimi. Klúbburinn heitir Tresor og var opnaður árið 1991. „Þegar Berlínarmúrinn féll þá vó staðurinn helling og boðaði í raun house-tímana í Þýskalandi og spilar stórt hlutverk í menningarsögu Berlínar,“ segir Addi Exos en staðurinn er gömul bankahirsla. Hann segir það mikla viðurkenningu að fá að spila á þessum stað. „Allir mínir uppáhaldsplötusnúðar hafa komið þarna fram og margir spilað sín bestu sett.“ Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á staðnum og eru þeir félagar einnig að fara út til þess að kynna útgáfufyrirtækið sitt, Do Not Sleep Records. „Á efri hæð Tresor, kölluð Globus verður enginn annar en Marshall Jefferson frá Chicago og eigandi Trax Records að spila. Hann gerði lagið Move Your Body árið 1986 sem var fyrsta house-lagið þar sem notast var við píanó. Jefferson er jafn mikilvægur hlekkur í house tónlistinni og Frankie Knuckles. Það verður röð út á götu og við erum að pissa á okkur úr spenningi,“ bætir Bjarki við. Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það er mikill heiður að fá að spila þarna, því aðeins vel valdir plötusnúðar og listamenn koma þarna fram,“ segir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, en hann og Bjarki Rúnar, betur þekktur sem, Kid Mistik eru á leið til Berlínar um helgina að spila á einum merkilegasta klúbbi í heimi. Klúbburinn heitir Tresor og var opnaður árið 1991. „Þegar Berlínarmúrinn féll þá vó staðurinn helling og boðaði í raun house-tímana í Þýskalandi og spilar stórt hlutverk í menningarsögu Berlínar,“ segir Addi Exos en staðurinn er gömul bankahirsla. Hann segir það mikla viðurkenningu að fá að spila á þessum stað. „Allir mínir uppáhaldsplötusnúðar hafa komið þarna fram og margir spilað sín bestu sett.“ Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á staðnum og eru þeir félagar einnig að fara út til þess að kynna útgáfufyrirtækið sitt, Do Not Sleep Records. „Á efri hæð Tresor, kölluð Globus verður enginn annar en Marshall Jefferson frá Chicago og eigandi Trax Records að spila. Hann gerði lagið Move Your Body árið 1986 sem var fyrsta house-lagið þar sem notast var við píanó. Jefferson er jafn mikilvægur hlekkur í house tónlistinni og Frankie Knuckles. Það verður röð út á götu og við erum að pissa á okkur úr spenningi,“ bætir Bjarki við.
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira