Málmtæring vandamál í langdregnu gosi Svavar Hávarðsson skrifar 1. október 2014 07:00 Í Holuhrauni. Talið er víst að eldgosið sé það gasríkasta á Íslandi í um 150 ár. mynd/magnús tumi Dragist eldgosið í Holuhrauni á langinn er viðbúið að tæring málma verði viðvarandi vandamál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni.Þorsteinn Jóhannsson.„Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldurinn varðandi tæringu er brennisteinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúmsloftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þessar sýrur haft töluverðan tæringarmátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspursmál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjarskiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibúnaður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsanleg áhrif mengunarinnar á mannvirki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mánuði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guðlaugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík. Bárðarbunga Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Dragist eldgosið í Holuhrauni á langinn er viðbúið að tæring málma verði viðvarandi vandamál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni.Þorsteinn Jóhannsson.„Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldurinn varðandi tæringu er brennisteinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúmsloftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þessar sýrur haft töluverðan tæringarmátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspursmál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjarskiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibúnaður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsanleg áhrif mengunarinnar á mannvirki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mánuði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guðlaugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík.
Bárðarbunga Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent