Pavel: Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2014 09:00 Pavel Ermolinskji sneri sig á æfingu með KR. fréttablaðið/ernir Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira