Færri brjóta aftur af sér eftir meðferð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. október 2014 07:15 í nýjum fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að sett sé meira fjármagn í sérstakt meðferðarúrræði fyrir fanga sem hafa brotið gegn börnum. Fréttablaðið/Heiða Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“ Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira