Fátt annað að gera en halda sig heima Svavar Hávarðsson skrifar 29. október 2014 07:00 Sól í eiturbaði er nafn þessarar myndar sem tekin var í Hornafirði á sunnudag. mynd/sverrir aðalsteinsson „Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni. Bárðarbunga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
„Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni.
Bárðarbunga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira