Idol-söngkona vinsæl í Granada 1. nóvember 2014 13:00 Anna Hlín Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“ Idol Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“
Idol Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira