Landsliðskona í handbolta vann bæði gull og brons á EM í hópfimleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2014 06:00 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fer fyrir sóknarleik Selfossliðsins. Vísir/Daníel Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, valdi í gær 22 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leiki við Ítalíu og Makedóníu í forkeppni HM 2015. Þrír nýliðar eru í hópnum, Díana Dögg Magnúsdóttir úr ÍBV, Þórey Ásgeirsdóttir sem spilar með Kongsvinger í Noregi og svo Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, 19 ára leiðtogi Selfossliðsins, sem á að baki mjög merkilega leið inn í íslenska A-landsliðið.Mátti ekkert segja alla helgina „Ég er mjög ánægð. Ég fékk að vita þetta fyrir helgi en ég mátti ekki segja neinum frá því fyrr en það var búið að birta hópinn. Það var auðvitað svolítið erfitt en alveg hægt,“ sagði Hrafnhildur Hanna í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Allan hópinn má finna inni á Vísi. „Ég er að sjálfsögðu búin að vera að stefna að þessu og það er gaman að fá tækifæri núna,“ segir Hrafnhildur Hanna en af hverju heldur hún að kallið hafi komið núna? „Ég veit það nú ekki. Ég er búin að standa mig ágætlega, held ég, það sem af er tímabils og hef náð að halda ágætum dampi. Ég hef verið að skora aðeins meira en síðustu ár og það er kannski ákveðinn plús,“ segir Hrafnhildur Hanna. Hún hefur skorað 7,8 mörk að meðaltali í Olís-deildinni í vetur en var með 5,5 mörk í leik í fyrra. Hrafnhildur Hanna er ekki aðeins afrekskona í handbolta heldur náði hún einnig flottum árangri í fimleikum. „Ég var í fimleikum en hætti síðasta haust. Ég ákvað að velja á milli því þetta var orðið of mikið. Ég var bara alltaf að æfa og álagið var orðið það mikið að ég bara varð að velja á milli til að geta sinnt þessu alveg 120 prósent. Ég komst ekki alveg á allar æfingar þegar ég var í báðum greinum. Mér fannst þetta vera jafn skemmtilegt þannig að þetta var mjög erfitt,“ segir Hrafnhildur Hanna. „Ég var næstum því komin í ofþjálfun. Stundum fór ég á þriggja tíma fimleikaæfingu og svo beint á handboltaæfingu eftir hana í einn og hálfan tíma. Ég var þá kannski búin að æfa um morguninn líka,“ segir Hrafnhildur Hanna og það leynir sér ekki að það var kominn tími til að velja. Vann bæði gull og brons á EM Hrafnhildur Hanna var í hópfimleikum og fór tvisvar á Evrópumeistaramót með unglingalandsliðinu og kom heim með verðlaun í bæði skiptin. „Við unnum brons 2010 og gull 2012,“ segir Hrafnhildur Hanna en í íslenska handboltalandsliðinu í dag er því fyrrverandi Evrópumeistari í hópfimleikum. Hrafnhildur Hanna segir fimleikana hafa verið góðan grunn fyrir handboltann. „Fimleikarnir nýttust mér rosalega vel, bæði hvað varðar styrk og snerpu. Andlegi þátturinn hefur hjálpað mér líka. Fimleikarnir hafa hjálpað mér mjög mikið og ég sé alls ekki eftir því að hafa verið í fimleikunum,“ segir Hrafnhildur Hanna og nefnir til fjölbreyttar æfingar sem hafi komið sér vel. Hrafnhildur Hanna fer fyrir liði Selfoss sem er skipað ungum og efnilegum stelpum. „Við erum á mikilli uppleið á Selfossi og við erum í uppbyggingarstarfi. Þetta er þriðja tímabilið okkar í Olís-deildinni og við höfum bætt okkur á hverju ári. Við erum á góðri leið með að fara lengra núna heldur en við gerðum á síðasta tímabili. Það er björt framtíð hérna,“ segir Hrafnhildur Hanna og hún sér fleiri elta sig inn í landsliðið.Fullt af sprækum stelpum „Það er fullt af sprækum stelpum hérna og allar á svipuðum aldri og ég. Þær eiga því mikla möguleika á því að komast í landsliðið í framtíðinni,“ segir Hrafnhildur Hanna en landsliðsþjálfarinn, Ágúst Jóhannsson, velur ekki bara leikmenn úr efstu liðum deildarinnar. „Mér finnst það frábært að það geti fleiri komist í landsliðið en þær sem spila með efstu liðunum. Það verður gaman að sjá hvernig þetta verður og kynnast þessu aðeins. Það er alltaf fyrsta skrefið,“ segir Hrafnhildur Hanna að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Fleiri fréttir KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, valdi í gær 22 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leiki við Ítalíu og Makedóníu í forkeppni HM 2015. Þrír nýliðar eru í hópnum, Díana Dögg Magnúsdóttir úr ÍBV, Þórey Ásgeirsdóttir sem spilar með Kongsvinger í Noregi og svo Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, 19 ára leiðtogi Selfossliðsins, sem á að baki mjög merkilega leið inn í íslenska A-landsliðið.Mátti ekkert segja alla helgina „Ég er mjög ánægð. Ég fékk að vita þetta fyrir helgi en ég mátti ekki segja neinum frá því fyrr en það var búið að birta hópinn. Það var auðvitað svolítið erfitt en alveg hægt,“ sagði Hrafnhildur Hanna í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Allan hópinn má finna inni á Vísi. „Ég er að sjálfsögðu búin að vera að stefna að þessu og það er gaman að fá tækifæri núna,“ segir Hrafnhildur Hanna en af hverju heldur hún að kallið hafi komið núna? „Ég veit það nú ekki. Ég er búin að standa mig ágætlega, held ég, það sem af er tímabils og hef náð að halda ágætum dampi. Ég hef verið að skora aðeins meira en síðustu ár og það er kannski ákveðinn plús,“ segir Hrafnhildur Hanna. Hún hefur skorað 7,8 mörk að meðaltali í Olís-deildinni í vetur en var með 5,5 mörk í leik í fyrra. Hrafnhildur Hanna er ekki aðeins afrekskona í handbolta heldur náði hún einnig flottum árangri í fimleikum. „Ég var í fimleikum en hætti síðasta haust. Ég ákvað að velja á milli því þetta var orðið of mikið. Ég var bara alltaf að æfa og álagið var orðið það mikið að ég bara varð að velja á milli til að geta sinnt þessu alveg 120 prósent. Ég komst ekki alveg á allar æfingar þegar ég var í báðum greinum. Mér fannst þetta vera jafn skemmtilegt þannig að þetta var mjög erfitt,“ segir Hrafnhildur Hanna. „Ég var næstum því komin í ofþjálfun. Stundum fór ég á þriggja tíma fimleikaæfingu og svo beint á handboltaæfingu eftir hana í einn og hálfan tíma. Ég var þá kannski búin að æfa um morguninn líka,“ segir Hrafnhildur Hanna og það leynir sér ekki að það var kominn tími til að velja. Vann bæði gull og brons á EM Hrafnhildur Hanna var í hópfimleikum og fór tvisvar á Evrópumeistaramót með unglingalandsliðinu og kom heim með verðlaun í bæði skiptin. „Við unnum brons 2010 og gull 2012,“ segir Hrafnhildur Hanna en í íslenska handboltalandsliðinu í dag er því fyrrverandi Evrópumeistari í hópfimleikum. Hrafnhildur Hanna segir fimleikana hafa verið góðan grunn fyrir handboltann. „Fimleikarnir nýttust mér rosalega vel, bæði hvað varðar styrk og snerpu. Andlegi þátturinn hefur hjálpað mér líka. Fimleikarnir hafa hjálpað mér mjög mikið og ég sé alls ekki eftir því að hafa verið í fimleikunum,“ segir Hrafnhildur Hanna og nefnir til fjölbreyttar æfingar sem hafi komið sér vel. Hrafnhildur Hanna fer fyrir liði Selfoss sem er skipað ungum og efnilegum stelpum. „Við erum á mikilli uppleið á Selfossi og við erum í uppbyggingarstarfi. Þetta er þriðja tímabilið okkar í Olís-deildinni og við höfum bætt okkur á hverju ári. Við erum á góðri leið með að fara lengra núna heldur en við gerðum á síðasta tímabili. Það er björt framtíð hérna,“ segir Hrafnhildur Hanna og hún sér fleiri elta sig inn í landsliðið.Fullt af sprækum stelpum „Það er fullt af sprækum stelpum hérna og allar á svipuðum aldri og ég. Þær eiga því mikla möguleika á því að komast í landsliðið í framtíðinni,“ segir Hrafnhildur Hanna en landsliðsþjálfarinn, Ágúst Jóhannsson, velur ekki bara leikmenn úr efstu liðum deildarinnar. „Mér finnst það frábært að það geti fleiri komist í landsliðið en þær sem spila með efstu liðunum. Það verður gaman að sjá hvernig þetta verður og kynnast þessu aðeins. Það er alltaf fyrsta skrefið,“ segir Hrafnhildur Hanna að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Fleiri fréttir KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira