Endurútsetti Imagine fyrir safnplötu Freyr Bjarnason skrifar 20. nóvember 2014 09:00 Endurútsetningin var skemmtilegt verkefni, að sögn Bigga Hilmars. Mynd/María Kjartansdóttir Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Bandaríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómunum og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem einkennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og danstakti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svona núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þennan háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endurútsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslendingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar það slokknar á Friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tónlist við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDormand og Bill Murray í aðalhlutverkum. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dagana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suðurlandið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregsstrendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir.Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Bandaríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómunum og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem einkennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og danstakti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svona núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þennan háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endurútsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslendingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar það slokknar á Friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tónlist við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDormand og Bill Murray í aðalhlutverkum. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dagana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suðurlandið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregsstrendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir.Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira