Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Sigríður Björk Á fundi stjórnskipunarnefndar Lögreglustjórar kannast ekki við það verklag sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í lekamálinu. Fréttablaðið/GVA Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Lekamálið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds.
Lekamálið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira