Hvar eru karlarnir? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Með þessum degi er ætlunin að vekja athygli á brýnu máli sem snertir a.m.k. 35% kvenna víðs vegur um heimsbyggðina með beinum hætti, raunar er hlutfallið mun hærra að mati sumra. Það felst veruleg mótsögn í því að kynbundið ofbeldi sé jafn útbreitt og raun ber vitni á sama tíma og heimsbyggðin virðist þokast nær jafnrétti kynjanna. En er það svo? Þokumst við áleiðis? Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um áratugaskeið eigum við enn langt í land með að ná jafnrétti kynjanna og uppræta kyndbundið ofbeldi. Nýbirt úttekt World Economic Forum á jafnrétti kynjanna sýnir að umtalsverðum árangri hefur verið náð en niðurstöðurnar benda þó til þess að við eigum enn nokkuð í land. Á þetta bæði við um Ísland og Súrínam, eða í raun sérhvert land sem litið er til. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega um fleira en stefnumið, lagasetningu og reglugerðir. Baráttan fyrir jafnrétti kallar á breytingar á atferli og breytt hugarfar, ekki síst er kemur að neikvæðum staðalímyndum um bæði konur og karla. Hvernig getum við stuðlað að varanlegu jafnrétti kynjanna á meðan hugmyndum um kyn og valdahlutföll er viðhaldið, kynslóð fram af kynslóð? Það er alltof útbreitt viðhorf að jafnréttismálin séu kvennamál sem rædd séu af konum, fyrir konur. Hugmyndir okkar um ólík hlutverk kynjanna koma þannig í veg fyrir að karlar taki þátt í þessari umræðu með virkum hætti og fela í sér að það sé í raun ekki hlutverk karla að taka þátt í þessari umræðu, hvað þá heldur að vera hluti af lausninni. Fyrir fjölmarga karla eru þetta óþægileg mál sem auðveldara er að forðast. Fyrir réttum tíu árum ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir norrænt hátíðarmálþing um jafnréttismál í Borgarleikhúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Í ávarpi Vigdísar var spurt: „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Spurningin „hvar eru karlarnir“ lá í loftinu þegar Vigdís varpaði fram hugmyndinni um heimsráðstefnu um stöðu kvenna, þar sem aðeins karlar tækju þátt. Orð Vigdísar náðu að fanga staðreynd sem birst hefur á óteljandi alþjóðlegum ráðstefnum og í fundarsölum um gervallan heim undanfarna áratugi. Þessu verður að breyta. Jafnrétti kynjanna er málefni sem tilheyrir okkur öllum; mér, þér, honum og henni. Fyrr í haust steig leikkonan Emma Watson, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, fram og ræddi hlutverk karla í jafnréttisbaráttunni og bauð körlum formlega til þátttöku í jafnréttisumræðunni. Við höfum þekkst þetta boð. Í janúar á næsta ári munu Ísland og Súrínam standa að svokallaðri rakarastofuráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York með það að markmiði að virkja karla og drengi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum ekki þeir fyrstu til að upphugsa slíkt. En við erum hins vegar sannfærðir um að það er mál að linni, nú er tíminn til að færa þessa brýnu umræðu ofar á dagskrána á æðsta vettvangi alþjóðasamskipta. Rakarastofuráðstefnan er eitt skref í þá átt. Með sama hætti og í #HeforShe-átakinu þá höfum við sett okkur það markmið að taka þátt í jafnréttisumræðunni á þeirri forsendu að hér sé ekki um kvennamálefni að ræða heldur réttindamál sem snertir okkur öll og kallar á þátttöku allra. Rakarastofuráðstefnan er framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar og til að stöðva hvers kyns ofbeldi og mismunun sem konur og stúlkur verða fyrir dag hvern um allan heim. Hvergi í heiminum hefur náðst að rétta fullkomlega af þann halla sem ríkir milli karla og kvenna, þótt framþróun hafi átt sér stað. Ísland heldur áfram fyrsta sætinu í jafnréttisrannsókn World Economic Forum og á hinum endanum er Súrinam sem hefur tekið að sér forystuhlutverk í jafnréttismálum í Mið- og Suður-Ameríku. Rakarastofuráðstefnan er þannig skýrt dæmi um hvernig tvær smáar þjóðir, sitt hvorum megin á hnettinum, geta lagst á árar og reynt að stuðla að jákvæðum breytingum. Með samhæfðu átaki er unnt að ná árangri. En öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að þoka málinu áfram. Sem utanríkisráðherrar þessara tveggja þjóða heitum við á þjóðarleiðtoga, þjóðkjörna fulltrúa, athafnamenn og almenning að taka virkan þátt í þessari umræðu og leggjast þannig á sveif með jafnrétti kynjanna. Takið þátt! Hvernig sem þið leggið málinu lið, hvort sem það er með því vekja athygli á alþjóðlegum degi SÞ gegn kynbundnu ofbeldi eða taka þátt í orðræðu í anda rakarastofuráðstefunnar, þá hvetjum við alla til þátttöku. Ertu með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Með þessum degi er ætlunin að vekja athygli á brýnu máli sem snertir a.m.k. 35% kvenna víðs vegur um heimsbyggðina með beinum hætti, raunar er hlutfallið mun hærra að mati sumra. Það felst veruleg mótsögn í því að kynbundið ofbeldi sé jafn útbreitt og raun ber vitni á sama tíma og heimsbyggðin virðist þokast nær jafnrétti kynjanna. En er það svo? Þokumst við áleiðis? Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um áratugaskeið eigum við enn langt í land með að ná jafnrétti kynjanna og uppræta kyndbundið ofbeldi. Nýbirt úttekt World Economic Forum á jafnrétti kynjanna sýnir að umtalsverðum árangri hefur verið náð en niðurstöðurnar benda þó til þess að við eigum enn nokkuð í land. Á þetta bæði við um Ísland og Súrínam, eða í raun sérhvert land sem litið er til. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega um fleira en stefnumið, lagasetningu og reglugerðir. Baráttan fyrir jafnrétti kallar á breytingar á atferli og breytt hugarfar, ekki síst er kemur að neikvæðum staðalímyndum um bæði konur og karla. Hvernig getum við stuðlað að varanlegu jafnrétti kynjanna á meðan hugmyndum um kyn og valdahlutföll er viðhaldið, kynslóð fram af kynslóð? Það er alltof útbreitt viðhorf að jafnréttismálin séu kvennamál sem rædd séu af konum, fyrir konur. Hugmyndir okkar um ólík hlutverk kynjanna koma þannig í veg fyrir að karlar taki þátt í þessari umræðu með virkum hætti og fela í sér að það sé í raun ekki hlutverk karla að taka þátt í þessari umræðu, hvað þá heldur að vera hluti af lausninni. Fyrir fjölmarga karla eru þetta óþægileg mál sem auðveldara er að forðast. Fyrir réttum tíu árum ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir norrænt hátíðarmálþing um jafnréttismál í Borgarleikhúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Í ávarpi Vigdísar var spurt: „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Spurningin „hvar eru karlarnir“ lá í loftinu þegar Vigdís varpaði fram hugmyndinni um heimsráðstefnu um stöðu kvenna, þar sem aðeins karlar tækju þátt. Orð Vigdísar náðu að fanga staðreynd sem birst hefur á óteljandi alþjóðlegum ráðstefnum og í fundarsölum um gervallan heim undanfarna áratugi. Þessu verður að breyta. Jafnrétti kynjanna er málefni sem tilheyrir okkur öllum; mér, þér, honum og henni. Fyrr í haust steig leikkonan Emma Watson, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, fram og ræddi hlutverk karla í jafnréttisbaráttunni og bauð körlum formlega til þátttöku í jafnréttisumræðunni. Við höfum þekkst þetta boð. Í janúar á næsta ári munu Ísland og Súrínam standa að svokallaðri rakarastofuráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York með það að markmiði að virkja karla og drengi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum ekki þeir fyrstu til að upphugsa slíkt. En við erum hins vegar sannfærðir um að það er mál að linni, nú er tíminn til að færa þessa brýnu umræðu ofar á dagskrána á æðsta vettvangi alþjóðasamskipta. Rakarastofuráðstefnan er eitt skref í þá átt. Með sama hætti og í #HeforShe-átakinu þá höfum við sett okkur það markmið að taka þátt í jafnréttisumræðunni á þeirri forsendu að hér sé ekki um kvennamálefni að ræða heldur réttindamál sem snertir okkur öll og kallar á þátttöku allra. Rakarastofuráðstefnan er framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar og til að stöðva hvers kyns ofbeldi og mismunun sem konur og stúlkur verða fyrir dag hvern um allan heim. Hvergi í heiminum hefur náðst að rétta fullkomlega af þann halla sem ríkir milli karla og kvenna, þótt framþróun hafi átt sér stað. Ísland heldur áfram fyrsta sætinu í jafnréttisrannsókn World Economic Forum og á hinum endanum er Súrinam sem hefur tekið að sér forystuhlutverk í jafnréttismálum í Mið- og Suður-Ameríku. Rakarastofuráðstefnan er þannig skýrt dæmi um hvernig tvær smáar þjóðir, sitt hvorum megin á hnettinum, geta lagst á árar og reynt að stuðla að jákvæðum breytingum. Með samhæfðu átaki er unnt að ná árangri. En öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að þoka málinu áfram. Sem utanríkisráðherrar þessara tveggja þjóða heitum við á þjóðarleiðtoga, þjóðkjörna fulltrúa, athafnamenn og almenning að taka virkan þátt í þessari umræðu og leggjast þannig á sveif með jafnrétti kynjanna. Takið þátt! Hvernig sem þið leggið málinu lið, hvort sem það er með því vekja athygli á alþjóðlegum degi SÞ gegn kynbundnu ofbeldi eða taka þátt í orðræðu í anda rakarastofuráðstefunnar, þá hvetjum við alla til þátttöku. Ertu með?
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun