Hver er að draga hvern niður? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt. Það virðist nefnilega langt í það að öll kurl í því máli komi til grafar og hætt við því að fleiri þurfi að fjúka áður en um hægist. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem virðist hafa gert sig seka um óafsakanlegt fljótræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með því að afhenda pólitískum aðstoðarmanni ráðherra trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að þeir lögreglustjórar sem samband náðist við eru allir á einu máli um að háttalag eins og það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum og margir þeirra furða sig á þessu framferði hennar. Fram kemur í sömu frétt að Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Það virðist því liggja ljóst fyrir að hvorki hafði aðstoðarmaður ráðherra leyfi til að óska eftir gögnunum né lögreglustjóri til að afhenda þau og væri affarasælast fyrir þau bæði að viðurkenna mistök sín án undanbragða. Sigríður Björk virðist hins vegar ekkert hafa lært af örlögum innanríkisráðherrans fyrrverandi og þverskallast við að játa nokkra sök hjá sjálfri sér. Segir að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar og ásakar fréttamenn um að „draga sig niður“ eftir átján ára flekklausan feril. Eins og það komi málinu nokkuð við. Maður sem verður uppvís að því að berja konuna sína getur ekki skýlt sér á bak við það að hann hafi aldrei barið aðrar konur, svo dæmi sé tekið, sú málsvörn heldur engan veginn vatni. Hinn almenni borgari á betra skilið en að þurfa að hlusta á svona innantómt froðusnakk og píslarvættisvæl í nánast hverjum einasta fréttatíma. Það hefur staðið yfir alltof lengi og nú er mál að linni. Lágmarkskrafan er sú að fólk í valdastöðum fari að skrúfa niður í hrokanum og gangast við mistökum sínum í stað þess að forherðast og kvarta og kveina yfir aðför og ofsóknum þegar gengið er á það um glöp í starfi. Sú framkoma er ekki að skila þeim neinu nema gremju fólksins í landinu og síminnkandi trausti á valdastofnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Lekamálið Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt. Það virðist nefnilega langt í það að öll kurl í því máli komi til grafar og hætt við því að fleiri þurfi að fjúka áður en um hægist. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem virðist hafa gert sig seka um óafsakanlegt fljótræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með því að afhenda pólitískum aðstoðarmanni ráðherra trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að þeir lögreglustjórar sem samband náðist við eru allir á einu máli um að háttalag eins og það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum og margir þeirra furða sig á þessu framferði hennar. Fram kemur í sömu frétt að Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Það virðist því liggja ljóst fyrir að hvorki hafði aðstoðarmaður ráðherra leyfi til að óska eftir gögnunum né lögreglustjóri til að afhenda þau og væri affarasælast fyrir þau bæði að viðurkenna mistök sín án undanbragða. Sigríður Björk virðist hins vegar ekkert hafa lært af örlögum innanríkisráðherrans fyrrverandi og þverskallast við að játa nokkra sök hjá sjálfri sér. Segir að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar og ásakar fréttamenn um að „draga sig niður“ eftir átján ára flekklausan feril. Eins og það komi málinu nokkuð við. Maður sem verður uppvís að því að berja konuna sína getur ekki skýlt sér á bak við það að hann hafi aldrei barið aðrar konur, svo dæmi sé tekið, sú málsvörn heldur engan veginn vatni. Hinn almenni borgari á betra skilið en að þurfa að hlusta á svona innantómt froðusnakk og píslarvættisvæl í nánast hverjum einasta fréttatíma. Það hefur staðið yfir alltof lengi og nú er mál að linni. Lágmarkskrafan er sú að fólk í valdastöðum fari að skrúfa niður í hrokanum og gangast við mistökum sínum í stað þess að forherðast og kvarta og kveina yfir aðför og ofsóknum þegar gengið er á það um glöp í starfi. Sú framkoma er ekki að skila þeim neinu nema gremju fólksins í landinu og síminnkandi trausti á valdastofnunum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun