Meira mál fyrir okkur en fyrir Breta að halda ÓL í London Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 06:00 Grunnskólabörn landsins taka þátt í nafnasamkeppni fyrir lukkutröllið. Vísir/Valli Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Reykjavík fyrstu sex daga júnímánaðar á næsta ári. Lukkutröll leikanna var afhjúpað í vikunni en Fréttablaðið ræddi við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, af því tilefni. Hann segir að þetta sé einn stærsti íþróttaviðburður í sögu íslensku þjóðarinnar, sérstaklega hvað fjölda þeirra sem koma beint eða óbeint að leikunum varðar. „Við gerum ráð fyrir að fá alls 30 þúsund áhorfendur á viðburðina þessa sex daga sem mótið stendur yfir,“ segir Lárus en von er á 800 keppendum hingað til lands og 400 manna fylgdarliði þar að auki. Gert er ráð fyrir að íslenskir keppendur verði um 180 talsins. „Það er auðvitað gríðarlega mikill fjöldi fyrir ekki stærri þjóð enda teljum við að Smáþjóðaleikarnir séu gríðarlega mikilvægur viðburður fyrir íslenskt íþróttalíf,“ segir Lárus sem bar sérstakt lof á Reykjavíkurborg fyrir þær endurbætur á bæði húsnæði og tækjakosti sem gerðar hafa verið vegna leikanna. „Leikarnir leiða til þess að mannvirki verða lagfærð og tækjabúnaður endurnýjaður svo allt saman standist alþjóðlegar kröfur. Það eitt og sér skiptir miklu máli fyrir íþróttafólkið okkar.“Risastórt verkefni Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. Fréttablaðið/ArnþórÍ annað sinn á Íslandi Þetta er í annað sinn sem Smáþjóðaleikar eru haldnir hér á landi en það var árið 1997 í fyrra skiptið. Leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár síðan 1985 og þátttökuþjóðir voru þá átta – allt Evrópuþjóðir sem eiga sjálfstæða Ólympíunefnd og íbúafjölda undir einni milljón. Svartfjallaland bættist svo í þennan hóp árið 2009 og Kýpverjar hafa haldið aðild sinni þó svo að íbúafjöldinn í landinu sé nú kominn yfir milljón. „Það má segja að þetta séu okkar Ólympíuleikar. Ef við lítum á þá út frá stærðargráðunni þá er það meira mál fyrir okkur að halda Smáþjóðaleika en Breta að halda Ólympíuleika,“ bendir Lárus á. „Við eigum von á að það verði mikið um að vera en við stefnum að því að virkja skóla landsins og jafnvel félagasamtök til að tryggja að stemningin verði góð, svo þetta verði leikar allrar þjóðarinnar.“Góður stuðningur ríkisins Lárus segir að kostnaður við að halda mótið sé 5-600 milljónir króna, fyrir utan þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsnæði og tækjabúnaði. Hann segist ánægður með framlag ríkisstjórnarinnar í fjármögnun mótsins. „Við fengum 25 milljónir á fjárlögum fyrir árið 2015 og fáum 75 milljónir á næsta ári. Vonandi 25 milljónir á árinu þar á eftir. Það er ágætur stuðningur sem við erum ánægð með. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin verið jákvæð gagnvart íþróttahreyfingunni þó svo að það sé auðvitað hart í ári eins og menn þekkja. En menn hafa sýnt töluverðan vilja til að koma til móts við okkur.“Þurfa 1.200 sjálfboðaliða Þess má geta að ÍSÍ hefur óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geri það á heimasíðu leikanna, iceland2015.is. Nú þegar hafa 400 manns skráð sig til þátttöku en Lárus segir að alls sé þörf fyrir 1.200 sjálfboðaliða. Alls eiga tíu sérsambönd ÍSÍ keppendur á leikunum en gert er ráð fyrir því að tíu þúsund gistinætur verði keyptar í Reykjavík vegna leikanna, 28 þúsund máltíðir framreiddar og alls 700 verðlaunapeningum útdeilt. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Reykjavík fyrstu sex daga júnímánaðar á næsta ári. Lukkutröll leikanna var afhjúpað í vikunni en Fréttablaðið ræddi við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, af því tilefni. Hann segir að þetta sé einn stærsti íþróttaviðburður í sögu íslensku þjóðarinnar, sérstaklega hvað fjölda þeirra sem koma beint eða óbeint að leikunum varðar. „Við gerum ráð fyrir að fá alls 30 þúsund áhorfendur á viðburðina þessa sex daga sem mótið stendur yfir,“ segir Lárus en von er á 800 keppendum hingað til lands og 400 manna fylgdarliði þar að auki. Gert er ráð fyrir að íslenskir keppendur verði um 180 talsins. „Það er auðvitað gríðarlega mikill fjöldi fyrir ekki stærri þjóð enda teljum við að Smáþjóðaleikarnir séu gríðarlega mikilvægur viðburður fyrir íslenskt íþróttalíf,“ segir Lárus sem bar sérstakt lof á Reykjavíkurborg fyrir þær endurbætur á bæði húsnæði og tækjakosti sem gerðar hafa verið vegna leikanna. „Leikarnir leiða til þess að mannvirki verða lagfærð og tækjabúnaður endurnýjaður svo allt saman standist alþjóðlegar kröfur. Það eitt og sér skiptir miklu máli fyrir íþróttafólkið okkar.“Risastórt verkefni Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. Fréttablaðið/ArnþórÍ annað sinn á Íslandi Þetta er í annað sinn sem Smáþjóðaleikar eru haldnir hér á landi en það var árið 1997 í fyrra skiptið. Leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár síðan 1985 og þátttökuþjóðir voru þá átta – allt Evrópuþjóðir sem eiga sjálfstæða Ólympíunefnd og íbúafjölda undir einni milljón. Svartfjallaland bættist svo í þennan hóp árið 2009 og Kýpverjar hafa haldið aðild sinni þó svo að íbúafjöldinn í landinu sé nú kominn yfir milljón. „Það má segja að þetta séu okkar Ólympíuleikar. Ef við lítum á þá út frá stærðargráðunni þá er það meira mál fyrir okkur að halda Smáþjóðaleika en Breta að halda Ólympíuleika,“ bendir Lárus á. „Við eigum von á að það verði mikið um að vera en við stefnum að því að virkja skóla landsins og jafnvel félagasamtök til að tryggja að stemningin verði góð, svo þetta verði leikar allrar þjóðarinnar.“Góður stuðningur ríkisins Lárus segir að kostnaður við að halda mótið sé 5-600 milljónir króna, fyrir utan þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsnæði og tækjabúnaði. Hann segist ánægður með framlag ríkisstjórnarinnar í fjármögnun mótsins. „Við fengum 25 milljónir á fjárlögum fyrir árið 2015 og fáum 75 milljónir á næsta ári. Vonandi 25 milljónir á árinu þar á eftir. Það er ágætur stuðningur sem við erum ánægð með. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin verið jákvæð gagnvart íþróttahreyfingunni þó svo að það sé auðvitað hart í ári eins og menn þekkja. En menn hafa sýnt töluverðan vilja til að koma til móts við okkur.“Þurfa 1.200 sjálfboðaliða Þess má geta að ÍSÍ hefur óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geri það á heimasíðu leikanna, iceland2015.is. Nú þegar hafa 400 manns skráð sig til þátttöku en Lárus segir að alls sé þörf fyrir 1.200 sjálfboðaliða. Alls eiga tíu sérsambönd ÍSÍ keppendur á leikunum en gert er ráð fyrir því að tíu þúsund gistinætur verði keyptar í Reykjavík vegna leikanna, 28 þúsund máltíðir framreiddar og alls 700 verðlaunapeningum útdeilt.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira