Gamlar hefðir hjá Geislum Freyr Bjarnason skrifar 13. desember 2014 15:00 Hljómsveitin Geislar hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. „Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH. Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í skólanum og síðan voru allir frekar kátir og glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í vinnslu. Hann hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður en spilaði á sínum yngri árum með hljómsveitum á borð við Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur árum.“ Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í einhverri melankólíu. Það er verið að sækja í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með það á skapandi og skrítinn hátt og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar sándi og okkar stemningu. Þetta liggur einhvers staðar á milli Radiohead og Louis Armstrong.“ Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. „Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH. Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í skólanum og síðan voru allir frekar kátir og glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í vinnslu. Hann hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður en spilaði á sínum yngri árum með hljómsveitum á borð við Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur árum.“ Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í einhverri melankólíu. Það er verið að sækja í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með það á skapandi og skrítinn hátt og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar sándi og okkar stemningu. Þetta liggur einhvers staðar á milli Radiohead og Louis Armstrong.“
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira