Jólahefð eða innræting? Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. desember 2014 07:00 Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“ Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.“ Sú spurning vaknar þá hvers vegna VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og sakar það að ósekju um að brjóta reglurnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér fyrir því að þær verði endurskoðaðar þannig að algjörlega verði tekið fyrir kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum að styðja þá reglubreytingu? Foreldrar hafa getað valið að börn þeirra fari ekki með í kirkjuferðir skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf þá líka að vera skemmtilegur og metnaðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott, en bent hefur verið á að það geti þýtt að einhverjum finnist hann hafður útundan. Við þurfum að vanda okkur við framkvæmdina, en þetta eru ekki rök fyrir að hætta kirkjuferðunum. Við getum spurt sem svo: Ef foreldrar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu ekki um önnur trúarbrögð en kristni og legðust gegn því að þau færu til dæmis í vettvangsferð í bænahús múslima, myndu borgaryfirvöld bregðast við þeim óskum með því að afleggja fræðsluna? Það vekur furðu að á sama tíma og mannréttindaráð borgarinnar leggur áherslu á að efla virðingu fyrir trú og menningu margvíslegra minnihlutahópa skuli formaður þess ráðast að góðri og gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu, jafnvel þótt margir eða jafnvel flestir taki ekki þátt í því af mikilli trúarsannfæringu. Verðskuldar trúar- og menningararfur meirihluta borgarbúa ekki líka virðingu og umburðarlyndi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“ Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.“ Sú spurning vaknar þá hvers vegna VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og sakar það að ósekju um að brjóta reglurnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér fyrir því að þær verði endurskoðaðar þannig að algjörlega verði tekið fyrir kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum að styðja þá reglubreytingu? Foreldrar hafa getað valið að börn þeirra fari ekki með í kirkjuferðir skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf þá líka að vera skemmtilegur og metnaðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott, en bent hefur verið á að það geti þýtt að einhverjum finnist hann hafður útundan. Við þurfum að vanda okkur við framkvæmdina, en þetta eru ekki rök fyrir að hætta kirkjuferðunum. Við getum spurt sem svo: Ef foreldrar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu ekki um önnur trúarbrögð en kristni og legðust gegn því að þau færu til dæmis í vettvangsferð í bænahús múslima, myndu borgaryfirvöld bregðast við þeim óskum með því að afleggja fræðsluna? Það vekur furðu að á sama tíma og mannréttindaráð borgarinnar leggur áherslu á að efla virðingu fyrir trú og menningu margvíslegra minnihlutahópa skuli formaður þess ráðast að góðri og gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu, jafnvel þótt margir eða jafnvel flestir taki ekki þátt í því af mikilli trúarsannfæringu. Verðskuldar trúar- og menningararfur meirihluta borgarbúa ekki líka virðingu og umburðarlyndi?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun