Hugleiðing um lánasamninga Helgi Tómasson skrifar 18. desember 2014 07:00 Geturðu lánað mér einn pakka af kaffi til 10 ára? Ég borga örugglega aftur. Síðan er pakkinn sem var keyptur í kjörbúð afhentur. Pakkarnir í kjörbúðinni eru allir af svipaðri stærð og pakkinn til vinstri á mynd 1. Síðan líða 10 ár og komið að því að borga skuldina. Miðað er við um það bil 3,4% raunvexti og þá þarf að borga 8 pakka til að gera upp lánið. Nú fást nefnilega einungis pakkar eins og sýndir eru til hægri á mynd 1. Upprunalegi pakkinn innihélt 400 grömm af kaffi en nýju pakkarnir innihalda einungis 70 grömm. Heildarþyngd skuldarinnar er því komin í 560 grömm. Sumum finnst þetta nú vera frekar ósvífið að lána einn pakka af kaffi og heimta 8 pakka til baka. Er ekki einhver forsendubrestur hér? Forsendan sem brást var að stærð pakkanna breyttist. Það var enginn vegur fyrir samningsaðila að sjá það fyrir að eftir 10 ár yrðu kaffipakkarnir miklu minni. Einungis var hægt að skilgreina upphaflega lánið í þeirri pakkastærð sem fáanleg var í kjörbúðinni á lántökudegi.slögg Kaffipakkar-mynd með aðsendri greinÁtti einhver að spá fyrir um þróun á kaffipakkastærð í búðum? Ýmsir höfðu fylgst með þróuninni undanfarin ár og séð að pakkarnir urðu sífellt minni. Sögulega hefur hugsanlega verið rykkjótt minnkun þannig að það er ekki alveg auðvelt að spá hvernig pakkarnir yrðu í framtíðinni. En á lánveitandinn samt að spá og skrifa spána í lánasamninginn? Þannig vilja sumir túlka ráðgefandi álit EFTA-dómstóls á lánasamningum í verðtryggðum krónum, jafnvel beita því ákvæði afturvirkt og sekta lánveitandann.Vilja raunmagnið endurgreitt Þegar horft er á kaffipakkana er ekki alveg auðvelt að sjá hve mikið innihaldið í þeim hefur minnkað. Margir gjaldmiðlar, eins og t.d. íslenska krónan, hafa minnkað í rykkjum í tímans rás. Í tilfelli kaffisins er til stöðluð mælieining, gramm, sem mælir raunmagn kaffisins. Þannig má mæla raunmagnið í kaffipökkunum. Í verðtryggðum lánum er oft notast við vísitölu neysluverðs til að mæla raunvirði gjaldmiðils. Hagstofan reiknar neysluvísitölu sem notuð er til að mæla raunmagnið í gjaldmiðlinum. Þeir sem lána vilja fá raunmagn sitt endurgreitt og þóknun fyrir tíma og áhættu. Hugsanlega þarf að bæta við áhættuþóknun fyrir rykkjótta þróun í stærð kaffipakkanna. Verðtryggð lán eru samningur um sjálfvirkan framtíðarlánsrétt á hluta vaxtanna. Endurlánað er fyrir þeim þætti er svarar til rýrnunar raunmagnsins í gjaldmiðlinum. Þessi endurfjármögnun er sjálfvirk og sparar því málsaðilum ferðir í bankann til að semja um ný lán. Upp úr 1980 voru algengir óverðtryggðir skuldabréfavextir í dönskum krónum rúmlega 20%. Það voru of háir vextir fyrir flesta og því nauðsynlegt að fá lán fyrir hluta þeirra vaxta og semja um nýtt lán og hækka þannig höfuðstólinn. Raunvirði höfuðstólsins breytist oftast lítið. Það er aðallega gjaldmiðilinn sem minnkar. Danir settu því lög um verðtryggingu 1982. Sjálfvirknin sparar mikla vinnu og fyrirhöfn. Samningar, t.d. lánasamningar, verða að hafa viðmiðun á því augnabliki sem samningur er gerður. Eins og ágætur maður sagði: Fortíðin er dauð, framtíðin er óviss, við verðum að lifa í núinu. Ef samningar eru í kaffipökkum, þá eru þeir kaffipakkar sem fást núna eina nothæfa viðmiðunin. Væri óheiðarlegt að tiltaka hve mörg grömm væru í kaffipakkanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Geturðu lánað mér einn pakka af kaffi til 10 ára? Ég borga örugglega aftur. Síðan er pakkinn sem var keyptur í kjörbúð afhentur. Pakkarnir í kjörbúðinni eru allir af svipaðri stærð og pakkinn til vinstri á mynd 1. Síðan líða 10 ár og komið að því að borga skuldina. Miðað er við um það bil 3,4% raunvexti og þá þarf að borga 8 pakka til að gera upp lánið. Nú fást nefnilega einungis pakkar eins og sýndir eru til hægri á mynd 1. Upprunalegi pakkinn innihélt 400 grömm af kaffi en nýju pakkarnir innihalda einungis 70 grömm. Heildarþyngd skuldarinnar er því komin í 560 grömm. Sumum finnst þetta nú vera frekar ósvífið að lána einn pakka af kaffi og heimta 8 pakka til baka. Er ekki einhver forsendubrestur hér? Forsendan sem brást var að stærð pakkanna breyttist. Það var enginn vegur fyrir samningsaðila að sjá það fyrir að eftir 10 ár yrðu kaffipakkarnir miklu minni. Einungis var hægt að skilgreina upphaflega lánið í þeirri pakkastærð sem fáanleg var í kjörbúðinni á lántökudegi.slögg Kaffipakkar-mynd með aðsendri greinÁtti einhver að spá fyrir um þróun á kaffipakkastærð í búðum? Ýmsir höfðu fylgst með þróuninni undanfarin ár og séð að pakkarnir urðu sífellt minni. Sögulega hefur hugsanlega verið rykkjótt minnkun þannig að það er ekki alveg auðvelt að spá hvernig pakkarnir yrðu í framtíðinni. En á lánveitandinn samt að spá og skrifa spána í lánasamninginn? Þannig vilja sumir túlka ráðgefandi álit EFTA-dómstóls á lánasamningum í verðtryggðum krónum, jafnvel beita því ákvæði afturvirkt og sekta lánveitandann.Vilja raunmagnið endurgreitt Þegar horft er á kaffipakkana er ekki alveg auðvelt að sjá hve mikið innihaldið í þeim hefur minnkað. Margir gjaldmiðlar, eins og t.d. íslenska krónan, hafa minnkað í rykkjum í tímans rás. Í tilfelli kaffisins er til stöðluð mælieining, gramm, sem mælir raunmagn kaffisins. Þannig má mæla raunmagnið í kaffipökkunum. Í verðtryggðum lánum er oft notast við vísitölu neysluverðs til að mæla raunvirði gjaldmiðils. Hagstofan reiknar neysluvísitölu sem notuð er til að mæla raunmagnið í gjaldmiðlinum. Þeir sem lána vilja fá raunmagn sitt endurgreitt og þóknun fyrir tíma og áhættu. Hugsanlega þarf að bæta við áhættuþóknun fyrir rykkjótta þróun í stærð kaffipakkanna. Verðtryggð lán eru samningur um sjálfvirkan framtíðarlánsrétt á hluta vaxtanna. Endurlánað er fyrir þeim þætti er svarar til rýrnunar raunmagnsins í gjaldmiðlinum. Þessi endurfjármögnun er sjálfvirk og sparar því málsaðilum ferðir í bankann til að semja um ný lán. Upp úr 1980 voru algengir óverðtryggðir skuldabréfavextir í dönskum krónum rúmlega 20%. Það voru of háir vextir fyrir flesta og því nauðsynlegt að fá lán fyrir hluta þeirra vaxta og semja um nýtt lán og hækka þannig höfuðstólinn. Raunvirði höfuðstólsins breytist oftast lítið. Það er aðallega gjaldmiðilinn sem minnkar. Danir settu því lög um verðtryggingu 1982. Sjálfvirknin sparar mikla vinnu og fyrirhöfn. Samningar, t.d. lánasamningar, verða að hafa viðmiðun á því augnabliki sem samningur er gerður. Eins og ágætur maður sagði: Fortíðin er dauð, framtíðin er óviss, við verðum að lifa í núinu. Ef samningar eru í kaffipökkum, þá eru þeir kaffipakkar sem fást núna eina nothæfa viðmiðunin. Væri óheiðarlegt að tiltaka hve mörg grömm væru í kaffipakkanum?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun