Hið vonlausa hlutleysi Bjarni Karlsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Í tilefni umræðunnar sem nú hefur verið endurvakin varðandi stöðu trúarbragða í samfélagi okkar langar mig að nefna þrjú meginsjónarmið sem hafa komið fram og erfitt hefur reynst að samræma; Hugmyndin um að meirihlutavald skuli ráða í trúarefnum, hugmyndin um að trú sé einkamál sem halda skuli utan almannarýmisins og loks hugmyndin um að lífsskoðanir og trú séu æskilegur þáttur í fjölbreyttu þjóðlífi. Margir hafa orðið til þess að benda á augljósa galla fyrstu hugmyndarinnar og það hvernig andúðarótti gagnvart framandi menningu hefur verið virkjaður til þess að tryggja henni brautargengi. Um óskynsemina sem þar hefur riðið röftum þarf ekki að fjölyrða. Skynsemin segir okkur t.d. að múslimar séu fólk eins og við en við erum samt hrædd. Við vitum líka ofurvel að Tyrkjaránið kemur þessu máli ekkert við, en það býr bara í taugakerfinu á okkur og kallar á viðbrögð. Það er áhyggjuefni og markar þáttaskil í íslenskri pólitík að andúðarótti skuli hafa verið virkjaður með þeim hætti sem raun bar vitni á liðnum vordögum en því þarf að svara með einhverju öðru en andúð og skömmum.Almenn sanngirni Hugmyndin um að trú sé einkamál sem halda skuli utan almannarýmisins er lausnamiðuð við fyrstu sýn. Hún er nokkurs konar Salómonsdómur ættaður frá höfundum hins borgaralega nútíma og byggir á þeirri sannfæringu að fólk muni seint verða sammála um þá vegi sem liggi að hinu góða lífi í tíma og eilífð. Því sé best að sleppa öllu þrasi en einbeita sér að almennri sanngirni, lögum og reglum og eftirláta einkalífinu eilífðarmálin og ástarmálin ásamt öllu hinu sem aldrei mun finna sitt svar. Umliðna áratugi hafa feminískir fræðimenn hafnað þessari skiptingu veruleikans í hið opinbera svið og einkasviðið. Bent hefur verið á að hin upphaflega hugsun sem bjó að baki aðskilnaðinum milli hins opinbera rýmis og einkalífsins hafi verið leit að jafnvægi og einingu í mannfélaginu. Þar hafi hugmyndin um hlutleysið sem viðmið í allri þekkingarleit ráðið för ásamt einbeittri fegurðarþrá. Að margra áliti er niðurstaðan þó tragísk þar sem hugmyndin um hið hlutlausa sjónarhorn og leitin að jafnvægi og einingu alls með þessari tvískiptingu veruleikans hafi í raun orðið til þess að jaðarsetja þorra almennings og setja fólk í þá stöðu að mikilvægir þættir tilverunnar þyki ekki boðlegir heldur tilefni blygðunar eða skammar. Flest tilheyrum við minnihlutahópum og engin heildarsýn er svo gjörtæk að hún nái til allra. Um leið og menn skilgreina hið hlutlausa og viðtekna draga þeir línu í mannhafið þar sem einhverjir lenda alltaf öfugu megin. Þannig hefur verið fullyrt að vestrænn almenningur lifi í raun undir oki hins meinta hlutleysis sem jaðarsetji þorra manna; þar eð lífsgildi séu bönnuð í almannarýminu séu hagsmunir einir til umræðu og í stað samtals ríki kappræða þar sem hinn almenni maður fari halloka á meðan ríkjandi valdastétt fari sínu fram án pólitísks aðhalds. Gagnrýni mín á hugmyndina um trú sem einkamál er runnin af þessum rótum. Ég álít hana vafasama vegna þess að hún jaðarsetur og auðmýkir þau mörgu sem horfa á heiminn með augum trúarinnar um leið og hún gerir veraldlega heimsmynd að sjálfgefnu viðmiði. Þannig endar hin lausnamiðaða hugmynd um trú og lífsskoðanir sem einkamál á því að auka á vandann sem hún hugðist leysa. Andúðin á hinu óþekkta og skömmin yfir því að vera vanmáttug manneskja er færð til en ekki létt af fólki.Æskilegur þáttur Ég hallast að þriðju hugmyndinni sem nefnd var hér að ofan, jafn vel þótt hún sé margfalt flóknari í framkvæmd en hinar tvær fyrri. Ég álít að lífsskoðanir og trú séu æskilegur þáttur í fjölbreyttu þjóðlífi og viðfangsefnið verði hvorki leyst með meirihlutavaldi né meintu hlutleysi veraldlegrar heimsmyndar. Eina færa leiðin er sú erfiðasta; að ræða saman, vera saman og byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning. Við þurfum að þróa með okkur veitula og frjóa menningu þar sem samstaða ríkir um það atlæti sem við búum vaxandi kynslóð þannig að hún verði ekki rænd sögu sinni og samhengi. Trú og hin fjölbreytilega iðkun hennar samhliða meðvitaðri höfnun allrar trúar er hluti af samhengi okkar. Ef börn eiga að verða læs á menningu sína þurfa þau líka að fá að kynnast lifandi fólki sem trúir eða efast og tjáir þeim hug sinn og langar að hafa áhrif á þau. Slíkur uppeldisbakgrunnur með góðu aðhaldi skóla- og foreldrasamfélagsins er auk annars líklegur til þess að varna því að fólk verði síðar á lífsleiðinni leiksoppar andúðarafla sem oft nýta sér trúartákn og kennisetningar sem aðferð til að ná valdi á fólki. Í stað meirihlutaræðis eða þykjustuhlutleysis legg ég til að við hættum að þagga hvert annað en ræðum saman um lífsgildi okkar og lærum hvert af öðru. Það er margt hættulegra í umhverfi barna en biblíusögur, möntrur og siðmenntarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðunnar sem nú hefur verið endurvakin varðandi stöðu trúarbragða í samfélagi okkar langar mig að nefna þrjú meginsjónarmið sem hafa komið fram og erfitt hefur reynst að samræma; Hugmyndin um að meirihlutavald skuli ráða í trúarefnum, hugmyndin um að trú sé einkamál sem halda skuli utan almannarýmisins og loks hugmyndin um að lífsskoðanir og trú séu æskilegur þáttur í fjölbreyttu þjóðlífi. Margir hafa orðið til þess að benda á augljósa galla fyrstu hugmyndarinnar og það hvernig andúðarótti gagnvart framandi menningu hefur verið virkjaður til þess að tryggja henni brautargengi. Um óskynsemina sem þar hefur riðið röftum þarf ekki að fjölyrða. Skynsemin segir okkur t.d. að múslimar séu fólk eins og við en við erum samt hrædd. Við vitum líka ofurvel að Tyrkjaránið kemur þessu máli ekkert við, en það býr bara í taugakerfinu á okkur og kallar á viðbrögð. Það er áhyggjuefni og markar þáttaskil í íslenskri pólitík að andúðarótti skuli hafa verið virkjaður með þeim hætti sem raun bar vitni á liðnum vordögum en því þarf að svara með einhverju öðru en andúð og skömmum.Almenn sanngirni Hugmyndin um að trú sé einkamál sem halda skuli utan almannarýmisins er lausnamiðuð við fyrstu sýn. Hún er nokkurs konar Salómonsdómur ættaður frá höfundum hins borgaralega nútíma og byggir á þeirri sannfæringu að fólk muni seint verða sammála um þá vegi sem liggi að hinu góða lífi í tíma og eilífð. Því sé best að sleppa öllu þrasi en einbeita sér að almennri sanngirni, lögum og reglum og eftirláta einkalífinu eilífðarmálin og ástarmálin ásamt öllu hinu sem aldrei mun finna sitt svar. Umliðna áratugi hafa feminískir fræðimenn hafnað þessari skiptingu veruleikans í hið opinbera svið og einkasviðið. Bent hefur verið á að hin upphaflega hugsun sem bjó að baki aðskilnaðinum milli hins opinbera rýmis og einkalífsins hafi verið leit að jafnvægi og einingu í mannfélaginu. Þar hafi hugmyndin um hlutleysið sem viðmið í allri þekkingarleit ráðið för ásamt einbeittri fegurðarþrá. Að margra áliti er niðurstaðan þó tragísk þar sem hugmyndin um hið hlutlausa sjónarhorn og leitin að jafnvægi og einingu alls með þessari tvískiptingu veruleikans hafi í raun orðið til þess að jaðarsetja þorra almennings og setja fólk í þá stöðu að mikilvægir þættir tilverunnar þyki ekki boðlegir heldur tilefni blygðunar eða skammar. Flest tilheyrum við minnihlutahópum og engin heildarsýn er svo gjörtæk að hún nái til allra. Um leið og menn skilgreina hið hlutlausa og viðtekna draga þeir línu í mannhafið þar sem einhverjir lenda alltaf öfugu megin. Þannig hefur verið fullyrt að vestrænn almenningur lifi í raun undir oki hins meinta hlutleysis sem jaðarsetji þorra manna; þar eð lífsgildi séu bönnuð í almannarýminu séu hagsmunir einir til umræðu og í stað samtals ríki kappræða þar sem hinn almenni maður fari halloka á meðan ríkjandi valdastétt fari sínu fram án pólitísks aðhalds. Gagnrýni mín á hugmyndina um trú sem einkamál er runnin af þessum rótum. Ég álít hana vafasama vegna þess að hún jaðarsetur og auðmýkir þau mörgu sem horfa á heiminn með augum trúarinnar um leið og hún gerir veraldlega heimsmynd að sjálfgefnu viðmiði. Þannig endar hin lausnamiðaða hugmynd um trú og lífsskoðanir sem einkamál á því að auka á vandann sem hún hugðist leysa. Andúðin á hinu óþekkta og skömmin yfir því að vera vanmáttug manneskja er færð til en ekki létt af fólki.Æskilegur þáttur Ég hallast að þriðju hugmyndinni sem nefnd var hér að ofan, jafn vel þótt hún sé margfalt flóknari í framkvæmd en hinar tvær fyrri. Ég álít að lífsskoðanir og trú séu æskilegur þáttur í fjölbreyttu þjóðlífi og viðfangsefnið verði hvorki leyst með meirihlutavaldi né meintu hlutleysi veraldlegrar heimsmyndar. Eina færa leiðin er sú erfiðasta; að ræða saman, vera saman og byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning. Við þurfum að þróa með okkur veitula og frjóa menningu þar sem samstaða ríkir um það atlæti sem við búum vaxandi kynslóð þannig að hún verði ekki rænd sögu sinni og samhengi. Trú og hin fjölbreytilega iðkun hennar samhliða meðvitaðri höfnun allrar trúar er hluti af samhengi okkar. Ef börn eiga að verða læs á menningu sína þurfa þau líka að fá að kynnast lifandi fólki sem trúir eða efast og tjáir þeim hug sinn og langar að hafa áhrif á þau. Slíkur uppeldisbakgrunnur með góðu aðhaldi skóla- og foreldrasamfélagsins er auk annars líklegur til þess að varna því að fólk verði síðar á lífsleiðinni leiksoppar andúðarafla sem oft nýta sér trúartákn og kennisetningar sem aðferð til að ná valdi á fólki. Í stað meirihlutaræðis eða þykjustuhlutleysis legg ég til að við hættum að þagga hvert annað en ræðum saman um lífsgildi okkar og lærum hvert af öðru. Það er margt hættulegra í umhverfi barna en biblíusögur, möntrur og siðmenntarfræði.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun