Flugmaður neitar sök vegna brotlendingar við sumarhús Garnar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Flugvélin, TF-KEX, eyðilagðist í óhappinnu. Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa „Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar við sumarhúsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Marteins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu fengið hana til prufuflugs. Hinir farþegarnir tveir voru á vegum Marteins. Fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa í Fréttablaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu.Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysaSá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringubeini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á málinu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loftferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarhúsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðóttum vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flugið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neitaði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinargerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið.Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00 Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar við sumarhúsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Marteins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu fengið hana til prufuflugs. Hinir farþegarnir tveir voru á vegum Marteins. Fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa í Fréttablaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu.Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysaSá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringubeini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á málinu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loftferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarhúsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðóttum vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flugið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neitaði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinargerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið.Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00 Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00
Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00
Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00