Hvert viljum við stefna? Ingimar Einarsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir ýtrustu gæðakröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Evrópustefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hvenær eða hvort hún kemst í framkvæmd.Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er einkennandi hversu undirbúningur framkvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt gengið hratt fyrir sig loks þegar ákveðið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungssjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarðanir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Um miðjan síðasta áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapeningunum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kominn vel af stað þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verkfræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbyggingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað.Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel menntað. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heilbrigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars staðar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækjabúnaðar, slæms vinnuumhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþróuðum lækningatækjum, líftæknilyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans viðunandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Einbýli sem áætluð eru á nýjum spítala munu til dæmis draga úr spítalasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækningatæki, svo sem jáeindaskanni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segulómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem faglegum ávinningi af nútímavæðingu þjóðarspítalans.Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafnvel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Danmörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar framkvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raunhæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: Langtímastefnumótun heilbrigðisyfirvalda Skilvirkt skipulag heilbrigðisþjónustu. Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónustunnar er einfaldlega spurning um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum samfélagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárframlög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður meðal þeirra efstu á listanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir ýtrustu gæðakröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Evrópustefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hvenær eða hvort hún kemst í framkvæmd.Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er einkennandi hversu undirbúningur framkvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt gengið hratt fyrir sig loks þegar ákveðið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungssjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarðanir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Um miðjan síðasta áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapeningunum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kominn vel af stað þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verkfræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbyggingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað.Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel menntað. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heilbrigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars staðar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækjabúnaðar, slæms vinnuumhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþróuðum lækningatækjum, líftæknilyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans viðunandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Einbýli sem áætluð eru á nýjum spítala munu til dæmis draga úr spítalasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækningatæki, svo sem jáeindaskanni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segulómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem faglegum ávinningi af nútímavæðingu þjóðarspítalans.Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafnvel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Danmörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar framkvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raunhæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: Langtímastefnumótun heilbrigðisyfirvalda Skilvirkt skipulag heilbrigðisþjónustu. Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónustunnar er einfaldlega spurning um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum samfélagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárframlög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður meðal þeirra efstu á listanum.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun