Alfreð tekur ekki bara góðu metin af Pétri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2014 08:00 Metbið eftir marki. Pétur Pétursson með Hércules 1985 og Alfreð Finnbogason með Real Sociedad í leiknum á móti Levante um helgina. Fréttablaðið/Getty Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að taka góðu metin af Pétri Péturssyni en nú er hann búinn að taka eitt „slæmt“ met af Pétri líka. Alfreð varð á laugardaginn fyrsti íslenski sóknarmaðurinn sem nær ekki að skora í ellefu fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alfreð náði ekki að fylgja eftir tveggja marka leik sínum á móti C-deildarliðinu Real Oviedo í bikarnum í vikunni á undan. Alfreð hefur á síðustu árum tekið metin af Pétri Péturssyni yfir flest mörk á einu almanaksári og flest mörk á einu í tímabili í efstu deild en þau bæði átti Pétur í meira en þrjá áratugi.Alfreð er fjórði íslenski sóknarmaðurinn sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Pétur Pétursson spilaði með Hércules tímabilið 1985 til 1986 og skoraði ekki fyrr en í sínum ellefta leik eða þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 10. nóvember 1985. Pétur Pétursson á reyndar enn mínútu-metið en fyrsta mark hans kom ekki fyrr en eftir 685 mínútna leik. Alfreð hefur komið inn á sem varamaður í mörgum leikja sinna með Sociedad í vetur og er því „bara“ kominn með 477 mínútur. Fyrsta mark Þórðar Guðjónssonar fyrir Las Palmas tímabilið 2000 til 2001 lét ekki bíða eftir sér en hann skoraði í sínum öðrum leik og eftir aðeins 25 mínútna leik. Þórður kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum sínum og skoraði í leik númer tvö.Pétur fagnar í leik með Hercules.fréttablaðið/gettyEiður Smári Guðjohnsen var aðeins 13 mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Barcelona eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 28. ágúst 2006. Eiður Smári átti það því sameiginlegt með hinum tveimur íslensku sóknarmönnunum að skora sitt fyrsta mark sem varamaður. Einn annar leikmaður hefur reyndar spilað í spænsku úrvalsdeildinni án þess að skora en miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék 12 leiki með Real Betis á árunum 2001 til 2002. Næsti leikur Alfreðs og félaga hans í Real Sociedad er ekki fyrr en í byrjun nýja ársins en þá mæta þeir Barcelona á heimavelli sínum 4. janúar. Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að taka góðu metin af Pétri Péturssyni en nú er hann búinn að taka eitt „slæmt“ met af Pétri líka. Alfreð varð á laugardaginn fyrsti íslenski sóknarmaðurinn sem nær ekki að skora í ellefu fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alfreð náði ekki að fylgja eftir tveggja marka leik sínum á móti C-deildarliðinu Real Oviedo í bikarnum í vikunni á undan. Alfreð hefur á síðustu árum tekið metin af Pétri Péturssyni yfir flest mörk á einu almanaksári og flest mörk á einu í tímabili í efstu deild en þau bæði átti Pétur í meira en þrjá áratugi.Alfreð er fjórði íslenski sóknarmaðurinn sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Pétur Pétursson spilaði með Hércules tímabilið 1985 til 1986 og skoraði ekki fyrr en í sínum ellefta leik eða þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 10. nóvember 1985. Pétur Pétursson á reyndar enn mínútu-metið en fyrsta mark hans kom ekki fyrr en eftir 685 mínútna leik. Alfreð hefur komið inn á sem varamaður í mörgum leikja sinna með Sociedad í vetur og er því „bara“ kominn með 477 mínútur. Fyrsta mark Þórðar Guðjónssonar fyrir Las Palmas tímabilið 2000 til 2001 lét ekki bíða eftir sér en hann skoraði í sínum öðrum leik og eftir aðeins 25 mínútna leik. Þórður kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum sínum og skoraði í leik númer tvö.Pétur fagnar í leik með Hercules.fréttablaðið/gettyEiður Smári Guðjohnsen var aðeins 13 mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Barcelona eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 28. ágúst 2006. Eiður Smári átti það því sameiginlegt með hinum tveimur íslensku sóknarmönnunum að skora sitt fyrsta mark sem varamaður. Einn annar leikmaður hefur reyndar spilað í spænsku úrvalsdeildinni án þess að skora en miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék 12 leiki með Real Betis á árunum 2001 til 2002. Næsti leikur Alfreðs og félaga hans í Real Sociedad er ekki fyrr en í byrjun nýja ársins en þá mæta þeir Barcelona á heimavelli sínum 4. janúar.
Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn