Vasi með verkum tíu listamanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2014 14:00 "Margir hafa gaman af að fá árituð verk og smá nasaþef af því sem er að gerast í myndlistinni,“ segir Kristín Karólína Helgadóttir. Fréttablaðið/Stefán Salon-serían sem Gamli Sfinxinn gefur út er vasi sem inniheldur tíu árituð verk eftir tíu listamenn. Einungis hundrað eintök eru gefin út og fást í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1. Kristín Karólína Helgadóttir stendur að baki útgáfunni ásamt Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur. „Salon-útgáfan er ein sinnar tegundar á Íslandi, Nú er kominn vasi númer 2, Salon Nangas og hefur meðal annars að geyma verk eftir Curver Thoroddsen, Eggert Pétursson og Elínu Hansdóttur,“ lýsir hún. „Við buðum tíu listamönnum að vera með og þeir höfðu frjálsar hendur. Við leggjum upp úr því að fá sem breiðastan hóp, einhverja sem eru að gera það gott í dag, einhverja eldri og líka einhvern óvæntan sem hefur ekki verið mikið að koma fram listamaður en er samt að vinna í myndlist.“ Hún segir kaupandann ekki sjá verkin heldur verða að treysta listamönnunum. „Margir hafa gaman af að fá árituð verk og smá nasaþef af því sem er að gerast í myndlistinni,“ bendir hún á. Þetta er annað árið sem þær stöllur gefa út svona vasa. Kristín segir fyrstu útgáfu hafa gengið vel. „Við fjármögnuðum þessa útgáfu með því sem inn kom í fyrra og það dugði líka fyrir einni sýningu í galleríinu. Þannig að ágóðinn fer í ákveðna myndlistaruppbyggingu.“ Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Salon-serían sem Gamli Sfinxinn gefur út er vasi sem inniheldur tíu árituð verk eftir tíu listamenn. Einungis hundrað eintök eru gefin út og fást í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1. Kristín Karólína Helgadóttir stendur að baki útgáfunni ásamt Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur. „Salon-útgáfan er ein sinnar tegundar á Íslandi, Nú er kominn vasi númer 2, Salon Nangas og hefur meðal annars að geyma verk eftir Curver Thoroddsen, Eggert Pétursson og Elínu Hansdóttur,“ lýsir hún. „Við buðum tíu listamönnum að vera með og þeir höfðu frjálsar hendur. Við leggjum upp úr því að fá sem breiðastan hóp, einhverja sem eru að gera það gott í dag, einhverja eldri og líka einhvern óvæntan sem hefur ekki verið mikið að koma fram listamaður en er samt að vinna í myndlist.“ Hún segir kaupandann ekki sjá verkin heldur verða að treysta listamönnunum. „Margir hafa gaman af að fá árituð verk og smá nasaþef af því sem er að gerast í myndlistinni,“ bendir hún á. Þetta er annað árið sem þær stöllur gefa út svona vasa. Kristín segir fyrstu útgáfu hafa gengið vel. „Við fjármögnuðum þessa útgáfu með því sem inn kom í fyrra og það dugði líka fyrir einni sýningu í galleríinu. Þannig að ágóðinn fer í ákveðna myndlistaruppbyggingu.“
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira