Spegill, spegill… Hulda Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2014 07:00 Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2014 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun